fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Beraði sig á miðri götu í Bústaða- og Fossvogshverfi í nótt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. maí 2024 08:54

Erilsöm nótt að baki. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um aðila sem var sagður bera sig á miðri götu í Bústaða- og Fossvogshverfi Reykjavíkur (Póstnúmer 108). Þegar lögreglu bar að garði hafði meintur strípalingur haft sig á brott. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Eignatjón varð í Breiðholti þar sem verulegar skemmdir urðu á bifreið. Rúður voru brotnar og framstuðari bifreiðarinnar fjarlægður. Lögregla hefur málið til rannsóknar.

Eins barst lögreglu tilkynning um karlmenn sem var að taka myndir af fólki án þeirra leyfis á skemmtistað í miðbænum. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann að stela reiðhjóli og tókst lögreglu að hafa uppi á manninum og hann færður á lögreglustöð þar sem hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Tveir leigubílstjórar höfðu samband við lögreglu efir að farþegar neituðu að borga þjónustuna og nokkrir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis- og/eða vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Leiðrétting um Carbfix
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar