fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Ástand allra stöðugt eftir rútuslysið á Rangárvallavegi og mögulega rætt við bílstjórann í dag

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. maí 2024 10:30

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla ræðir mögulega í dag við bílstjóra rútu sem valt á Rangárvallavegi í gær, að sögn Vísis. Um borð voru 26 Íslendingar í hópferð auk bílstjóra, en rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Ekki er vitað um tildrög slyssins en veðuraðstæður voru góðar.

Allir farþegar voru fluttir á sjúkrastofnun til aðhlynningar en meiðsli eru allt frá marblettum upp í alvarlegri áverka. Að sögn lögreglu mun líðan þeirra slösuðu vera stöðug. Engin börn voru um borð.

Eftir að tilkynnt var um slysið var virkjuð hópslysaáætlun og Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur í húsnæði sínu í Árnessýslu.

Að sögn mbl.is gefa ummerki á vettvangi slyssins vísbendingar um tildrög, en lögregla gefur þó ekki upp hver þessi ummerki eru. Að sögn RÚV hefur lögregla lokið vettvangsrannsókn.

Sjö voru flutt með þyrlum á Landspítalann í Fossvog í gær en eins leituðu farþegar á Heilsugæsluna á Hellu og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og alls um 60 viðbragðsaðilar á vettvangi, þar með talið sjúkrabílar sem voru sendir frá höfuðborgarsvæðinu.

Fram hefur komið að rútan valt heilan hring, en ekki er óþekkt að farþegar séu án sætisbeltis í rútuferðum. Að sögn lögreglu varð það til happs að mjúkt undirlag var þar sem rútan valt og gott veður hafi auðveldað aðgerðir á vettvangi.

Þeir sem þurfa sálfélagslega aðstoð eða ráðgjöf geta hringt í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Leiðrétting um Carbfix
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar