fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Rapparinn sannfærð um að handtaka hennar í Amsterdam sé samsæri fyrrum starfsmanna – „Þau voru rekin. Urðu reið“

Fókus
Sunnudaginn 26. maí 2024 17:21

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Nicki Minaj sýndi frá því í beinni útsendingu á Instagram er lögreglan handtók hana á flugvelli í Amsterdam. Rapparinn er grunuð um að hafa verið með fíkniefni í fórum sínum.

Á myndbandinu sýndi hún lögreglumann tilkynna henni að hún væri handtekin fyrir að vera með fíkniefni á sér og var rapparinn beðinn um að setjast upp í lögreglubíl svo hægt væri að flytja hana upp á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Ekki hefur komið fram hvort rapparinn verði ákærð en lögreglan í Hollandi segir að Nicki hafi verið sektuð og svo fengið að halda áfram ferðalagi sínu.

Nicki neitar sök í myndbandinu og krefst þess að fá lögmann. Hún lætur loks undan og sest upp í bílinn.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu var Nicki með það sem kallast væg fíkniefni í fórum sínum. Líklega er þar um að ræða efni sem eru lögleg í Hollandi en ólöglegt er að taka með sér yfir landamærin.

Annað myndband sem Nicki hefur birt sýnir hvar maður, líklega starfsmaður lögreglu eða flugvallarins, tilkynnir rapparanum að leita þurfi í farangri hennar því ónefndi maðurinn trúir því ekki að hann rapparinn sé ekki með meira á sér en það sem hún hafði gefið upp. Nicki segir að þar með hafi verið leitað í farangri hennar án hennar samþykkis og allt sé málið hið furðulegasta þar sem kannabis sé löglegt í Amsterdam, en þar með virðist rapparinn staðfesta að um kannabis hafi verið að ræða.

Hún vill meina að handtakan hafi verið samsæri til að tefja hana á tónleikaferðalagi sínu, en rapparinn var á leiðinni til Bretlands þar sem hún ætlaði að halda tónleika. Hún telur að fyrrverandi starfsmenn hennar sé á bak við þetta.

„Þau eru að fá vel greitt til að reyna að eyðileggja tónleikaferðalagið, svo margir eru reiðir yfir því hvað tónleikaröðinni gengur vel og að þeim tekst ekki að vera afætur á mér lengur. Ég stóð þau að verki að stela peningum frá ferðalögum mínum. Þau voru rekin. Urðu reið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi