fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Kindaskítur kollvarpar söguvitund Færeyinga – Víkingarnir voru ekki fyrstir á staðinn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. maí 2024 17:30

Skíturinn fannst í setlögunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldurgreining saurs sem fannst í Færeyjum sýnir að norrænir víkingar voru ekki fyrsta fólkið til að nema eyjarnar. Eyjarnar höfðu verið numdar hundruðum árum fyrr.

Hingað til hefur verið talið að Færeyjar hafi verið numdar af norrænum mönnum snemma á níundu öld, nokkrum áratugum á undan Íslandi. Landnámi Færeyja er lýst í Færeyinga sögu, sem var skrifuð á Íslandi á þrettándu öld.

Sumir hafa talið að Færeyjar hafi verið numdar fyrr, hugsanlega af keltnesku fólki frá Írlandi eða Skotlandi. En elstu lýsingarnar á eyjunum koma frá írskum munkum.

Munar 300 árum

Í tímaritinu Communications Earth & Environment er gert grein fyrir nýjum rannsóknum sem sýna, svo ekki verður um villst, að fólk hafði verið í eyjunum fyrir tíma víkinganna. Það er greining á leifum af dýraskít sem fundist hefur.

Rannsóknin var unnin af Lorelei Curtin, við Lamont-Doherty jarðvísindastofnunina í Bandaríkjunum og öðrum vísindamönnum.

Greind voru svokölluð lífmerki og erfðaefni úr saur sem fannst í setlögum í Eiðisvatni á Austurey, þar sem eitt sinn var byggð norrænna manna er kallaðist Argisbrekka. Skíturinn hefur verið aldursgreindur frá um það bil 500 eftir krist. Það er rúmlega 300 árum áður en norrænir menn numdu eyjarnar.

Kindaskítur

Lífmerkin sýna að skíturinn á uppruna sinn í görnum kindar. Í ljósi þess að öll spendýr í eyjunum voru innflutt með mönnum er ljóst að fólk hafi verið komið til eyjanna þegar téðum skít var skitið.

„Tilkoma erfðaefnis úr kind og aukning í saurlífmerkjum sjást frá eldri tíma en vitað er til að norræn byggð byggðist upp í Argisbrekku, og munar um 300 árum,“ segir í greininni.

Gerðar voru mælingar á ellefu dýptarlögum í setinu. Á þessu tímabili, um 500 eftir krist, sést töluverð aukning á erfðaefni úr dýrum og aukningu grass. En aukning grass ber merki um að trjágróður hafi vikið á þeim tíma, að öllum líkindum vegna beitar.

Orð og erfðaefni

Ástæðan fyrir því að norrænir menn voru taldir hafa numið Færeyjar fyrstir allra var sú að engar eldri byggingar höfðu fundist í eyjunum, í þeim fornleifarannsóknum sem hafa verið gerðar. Þær elstu eru frá níundu öld.

Vísindamennirnir segja í greininni að fornleifafræði bygginga gefi aðeins takmarkaða mynd. Setlög geymi heilsteypta sögu umhverfisins.

Eins og áður segir er ekki vitað hvaða fólk kom með þessi húsdýr í kringum árið 500 til Færeyja. Ýmis örnefni og orð í færeyskri tungu styrkja hins vegar þá kenningu að það hafi verið fólk af keltneskum uppruna. Þá er einnig mikið af keltnesku erfðaefni í færeysku þjóðinni í dag. Það gæti hins vegar einnig skýrst af komu þræla frá Bretlandseyjum með norrænum mönnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skólp og saur á 48 sóðalegustu spænsku ströndunum – 2 eru á Tenerife

Skólp og saur á 48 sóðalegustu spænsku ströndunum – 2 eru á Tenerife
Fréttir
Í gær

Eldur í þaki Kringlunnar

Eldur í þaki Kringlunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjú í 12 vikna farbann

Þrjú í 12 vikna farbann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani framundan – Gerðar verða sérstakar öryggisráðstafanir vegna ógnvekjandi hegðunar hans

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani framundan – Gerðar verða sérstakar öryggisráðstafanir vegna ógnvekjandi hegðunar hans