fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Fókus

Myndband af grátandi einstæðri móður að baka eigin afmælisköku afhjúpaði ævintýralegt drama – Dularfullt lúxuslíf, lygar og svik

Fókus
Sunnudaginn 26. maí 2024 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átakanlegt myndband einstæðrar móður hefur vakið mikla athygli undanfarið .En er allt sem sýnist?

Myndbandið sýnir Elizabeth Teckenbrock grátandi að baka sína eigin afmælisköku. Hún sagðist deila myndskeiðinu til að sýna raunveruleika einstæðra foreldra.

Með myndbandinu á TikTok birti hún eftirfarandi texta:

„Að vera einstæð móðir er að baka þína eigin afmælisköku á afmælinu þínu svo börnin þín séu glöð þegar þau syngja fyrir þig afmælissönginn“

Fyrsta afmælið ein

„Ég var ekki miður mín út af því að ég var að baka, heldur var ég að glíma við ótrúlega margar tilfinningar sem fylgja því að vera uppgefin og einmana,“ sagði Teckenbrock í samtali við Newsweek. Hún býr í Tampa Flórída og fagnaði nýlega 29 ára afmæli sínu með börnum sínum fjórum á aldrinum 3-12 ára.

Hún skildi við mann sinn fyrir þremur árum en segir að í ár hafi hún í fyrsta sinn frá skilnaðinum fagnað afmæli sínu án stórfjölskyldunnar.

„Þetta er fyrsta afmælið mitt ein. Vanalega er ég með fjölskylduna en öll fjölskyldan er núna svo langt frá mér og ég bý bara ein í Tampa.“

Teckenbrock er stofnandi samtakanna Fear to Fierce sem eru góðgerðasamtök fyrir konur sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Hún segist hafa byrjað að taka upp kökubaksturinn til að sýna að einstæðar mæður geti allt. Síðan hafi erfiðar tilfinningar brotist framhjá vörnum hennar. Hún fór að gráta en ákvað samt að birta myndbandið.

„Ég var að baka, og svo helltust tilfinningarnar yfir mig og ég fór að gráta án þess að hafa búist við því. Þetta var tilfinningalega erfiður dagur. Ég var í miklu uppnámi. Í raun og veru finnast mér kökur ekkert góðar, ég gerði þetta fyrir börnin.“

Stuðningurinn gífurlegur

Rúmlega fjórar milljónir netverja hafa horft á myndbandið og stuðningi rigndi yfir Teckenbrock í athugasemdum. Til dæmis:

„Ef enginn hefur sagt þér það í dag þá ertu að standa þig vel, þú ert elskuð. Ég hefði drepið til að eiga mömmu eins og þig þegar ég var að alast upp. Ég veit þetta er erfitt en þú ert að standa þig.“

„Móðir mín var einstæð nánast allt mitt líf. Ég horfði á hana gráta þegar hún hélt að enginn sæi til hennar. Við sjáum þig og berum virðingu fyrir þér.“

Fyrrverandi stígur fram

Ekki voru þó allir ánægðir með myndbandið. Athugasemd birtist frá aðila sem sagðist vera fyrrverandi eiginmaður Teckenbrock. „Ég er fyrrverandi maðurinn hennar og er sem stendur með fulla forsjá barna okkar. Þetta var okkar samkomulag um skipan forsjár, ég er með börnin alla virka daga og aðra hverja helgi, á sumrin og í skólafríum, og ef hún vill fá einhver réttindi til baka gagnvart börnunum þá þarf hún að gera gera upp meðlagsskuldina. Já hún skuldar tæpar 3 milljónir í meðlag. Svo hún er móðir og borgar ekki meðlag.“

Áður en fólk vissi af hafði Teckenbrock eytt aðgangi sínum að TikTok og í kjölfarið fékkst staðfest að maðurinn í athugasemdunum er vissulega fyrrum eiginmaður hennar, Andrew Gormier. Hann lét sér ekki nægja þessa einu athugasemd heldur hefur svarað myndbandi sinnar fyrrverandi til að afhjúpa hana.

Andrew er faðir tveggja barna Teckenbrock og segir dætur sínar varla hitta móður sína lengur. Teckenbrock hafi enda lítinn áhuga á dætrum sínum nema þegar það henti henni. Hans fyrrverandi sé þekktur svikari og hafi meðal annars verið handtekin á síðasta ári fyrir þjófnað og fjársvik.

„Fylgjendur henna er eru að hrósa henni fyrir það hvað hún er sterk og frábær og hvað hún sé að standa sig vel. Hún er ekki að sinna neinu foreldrahlutverki. Hún varla hittir börnin sín og er bara á djamminu.“

Segist hafa verið plötuð eftir ofbeldi

Teckenbrock virkaði aftur TikTok-ið sitt til að svara sínum fyrrverandi. Hún kallar hann ofbeldismann en viðurkennir þó að hún sé ekki með forsjá barna sinna. Hún segist þó hitta þau reglulega.

Hún segir að Andrew hafi platað hana til að gefa honum fulla forsjá. Hann hafi nýtt sér það að hún fór frá honum allslaus eftir heimilisofbeldi og hann hafi líka lofað að ef hún skrifaði ekki undir myndi hann rústa lífi hennar en láta hana í friði ef hún gæfi honum forsjána.

Andrew segir ekkert hæft í ásökunum sinnar fyrrverandi. Fókus ákvað að kanna hvort það væri eitthvað meira komið fram í þessu drama og fann þá heila vefsíðu sem er haldið úti til höfuðs Teckenbrock.

Og þá fyrst byrjar dramað.

„Elizabeth Teckenbrock (Tampa Flórída) eða „Liz“ eða „Mayra Teckenbrock“ eða „Nicole Weakly“ segist vera „margfaldur milljarðamæringur“, lifir lúxuslífstíl, kennir fyrrverandi manni sínum (eða öðrum) um alla neikvæða umfjöllun og kemst í uppnám ef hún er spurð um fortíð sína. Svo höfundar þessarar síðu rannsökuðu dómsjöl og opinberar skrár“

Svo eru talin upp mál sem varða svik, svartar tekjur frá dularfullum velgjörðarmanni, fjöldi útburðabeiðna vegna vanskila, handtökur, skuldamál, ásakanir um heimilisofbeldi, lygar um krabbameinsgreiningu og áfram mætti telja. Hún sé með fjölda aðganga að öllum vinsælustu samfélagsmiðlum og fljót að loka fyrir þá aðganga þar sem fólk hefur reynt að afhjúpa hana.

Dularfullur sykurpabbi, slóð svika og fyrrverandi lítið skárri

Þar er vísað til þess að það var dómari sem ákvað að veita Andrew fulla forsjá og sá dómari sig knúinn til að taka sérstaklega fram að áður en Teckenbrock gæti svo mikið sem reynt að sækjast eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, þá þyrfti hún að fá sér vinnu, gangast undir geðmat, finna sér varanlegt heimili og klára foreldranámskeið.

Mögulega byggði dómari þetta á gögnum sem voru lögð fyrir hann sem sýndu að Teckenbrock hafi þóst vera með krabbamein til að gabba almenning til að gefa sér peninga.

Á vefsíðunni er rakið aðTeckenbrock sýni á samfélagsmiðlum frá gífurlegum lúxuslífstíl þar sem hún ferðist með snekkjum og allt gullhúðað og glansandi. Samkvæmt dómskjölum sé hún þó aðeins með 560 þúsund í mánaðarlaun. Hvaðan koma peningarnir? Vefsíðan rekur að svo virðist sem að Teckenbrock eigi sér efnaðan sykurpabba og sé auk þess að lifa af svikum.

Hún fór frá Andrew 2022 og hefur ítrekað óskað eftir nálgunarbanni gegn honum. Dómstólar hafa alltaf neitað því að veita nálgunarbann og segja engar sannanir um meint ofbeldi Andrew. Hins vegar segir dómari í skilnaðarmáli þeirra hjóna Teckenbrock að leita sér sálfræðihjálpar.

Ekki vorkenna Andrew þó of mikið því hann mun þó eiga sögu um að hafa beitt heimilisofbeldi og er auk þess í tengslum við Vísindakirkjuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simma heitt í hamsi þegar talið barst að Svövu – „Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu“

Simma heitt í hamsi þegar talið barst að Svövu – „Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu“
Fókus
Í gær

Maríanna segir að hún sé ekki grey þó það hafi verið haldið framhjá henni – „Ég er bara kona sem valdi rangan maka“

Maríanna segir að hún sé ekki grey þó það hafi verið haldið framhjá henni – „Ég er bara kona sem valdi rangan maka“
Fókus
Í gær

Þessar tíu reglur eru ástæðan fyrir því að hún hefur aldrei sofið hjá

Þessar tíu reglur eru ástæðan fyrir því að hún hefur aldrei sofið hjá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan afhjúpar hjartnæma ástæðu þess að hann byrjaði að leika – Segir að starfsvalið sé að „drepa“ hann

Stórstjarnan afhjúpar hjartnæma ástæðu þess að hann byrjaði að leika – Segir að starfsvalið sé að „drepa“ hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi

Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birtu fangamyndina af Justin Timberlake

Birtu fangamyndina af Justin Timberlake