fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Fyrrverandi leiðtogi og ráðherra Vinstri Grænna afhjúpar hvern hann kýs og það er ekki Katrín

Eyjan
Sunnudaginn 26. maí 2024 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna ætlar ekki að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forseta Íslands. Hann skrifar á bloggi sínu að hann kjósi Höllu Hrund Logadóttur sem hann segir geisla af einlægni, hlýju og hugrekki sem prýði góðan forseta.

„Ég ber virðingu fyrir örðum forsetaframbjóðendum. En væntingar mínar, vonir og sýn fyrir forseta Íslands speglast skýrt í orðum og hlýrri framkomu Höllu Hrundar“

Jón segir að í máli Höllu Hrundar birtist mikil umhyggja og virðing fyrir náttúru Íslands og gæðum hennar og eins fyrir sögu, auðlindum og menningu þjóðarinnar. Á þessum gildum þurfi að byggja farsæla framtíð komandi kynslóða. Hann segir Höllu fjölmenntaðan heimsborgara sem geti þó líka tekið á móti lömbum, brugðið sér á hestbak og sungið: Ég berst á fáki fráum, fram um veg.

„Halla Hrund er laus við að vera hluti af pólitísku valdatafli og hagsmunabaráttu innlendra sem erlendra stórfyrirtækja. Halla Hrund er svo sannarlega ein af okkur öllum hvar sem við stöndum. Ég styð Höllu Hrund Logadóttur sem næsta forseta Íslands.“

Orð Jóns um pólitískt valdatafl og hagsmunabaráttu stórfyrirtækja vísa væntanlega til þeirrar umræðu um að til standi að koma forsetaefni á Bessastaði sem sé sitjandi ríkisstjórn þóknanlegur, eða frambjóðendum sem eru tilbúnir að ganga hagsmuna þeirra sem eiga peninganna. Enda hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið sem gjarnan er bendlaður við Valhöll, séu að berjast af kjafti og klóm fyrir framboði fyrrverandi forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi