fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Fókus

Draumar sextugar konu um að verða elsta Miss Universe sögunnar urðu að engu í gær – „Þetta var ævintýri“

Fókus
Sunnudaginn 26. maí 2024 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alejandra Marisa Rodríguez ákvað að bjóða aldursfordómum birginn og skráði sig til þátttöku í fegurðarsamkeppni í Argentínu. Hana dreymdi um að verða elsta Miss Universe fyrr og síðar. Þessir draumar urðu þó að engu í gær.

Þátttöku Alejandra var mikið fagnað. Hér væri verið að vekja athygli á hvað heimurinn er gagntekinn af æskudýrkun. Ungfrú Argentína var krýnd í gær, og því miður var það Alejandra sem þó fór ekki tómhent heim heldur hlaut titilinn „besta andlitið“.

Hún þakkaði öllum sem hafa veitt henni stuðning og hvatt hana áfram eftir að hún vann Ungfrú Buenos Aires í síðasta mánuði. Þátttöku hennar má rekja til þess að nýlega felldi Miss Universe úr gildi skilyrði um hámarksaldur keppenda.

Alejandra ákvað því að stökkva á tækifærið, fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað allt annað en hennar hefðbundna starf sem lögfræðilegur ráðgjafi sjúkrahúss.

„Eftir þetta allt trúi ég að dyrnar standi opnar fyrir fjölda fólks sem hefur ekki endilega átt auðvelda ævi. Þetta var ævintýri og ég hafði engar væntingar umfram það að takast á við nýja áskorun.“

Dómararnir ákváðu þó að krýna Magali Benejam sem Ungfrú Argentínu. Hún er 29 ára leikkona og fyrirsæta. Sigur Magali er þó líka sögulegur fyrir þær sakir að áður en breytingarnar voru gerðar á skilyrðum Miss Universe hefði hún eki mátt taka þátt, þar se hámarksaldurinn var 28 ára.

Áratugum saman kynntu aðstandendur Miss Universe keppnina sem stórbrotinni samkomu ógiftra kvenna á táningsaldri og á þrítugsaldri sem gengu um svið og leyfðu dómurum að dæma útlit þeirra og persónu. Með tíð og tíma þótti þetta þó eiga verr og verr við nútímann.

Eftir hreyfingar femínisma á borð við MeToo og fleiri fóru aðstandendur að draga í land. Í staðinn fyrir að tala um ógiftar konur sem sýningargripi var farið að tala um að keppnin snerist um hugarfar og anda frekar en líkama. Í kjölfarið fengu giftar konur að taka þátt, svo þungaðar konur og eins samkynhneigðar konur og trans konur. Á vefsíðu keppninnar er nú hvergi talað um fegurð.

Þó svo flestir hafi fagnað þátttöku Alejandra þá sögðu sumir hana í raun setja óraunhæfar kröfur fyrir konur um sextugt, enda sé hún í fantaformi, ungleg í framan og hafi átt auðvelt með að standa á sviði með konum sem eru helmingi yngri.

„Það setur viðmiðið að allar konur geti litið svona út og að allar sextugar konur geti verið jafn unglegar og ferskar eins og þær væru 25 ára,“ sagði argentínski fermínistinn Lala Pasquinelli í samtali við fjölmiðla.

„Sem á sama tíma bendir til þess að ef konur líti ekki svona út á þessum aldri þá sé það því þær voru ekki tilbúnar að færa þær fórnir sem þarf.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simma heitt í hamsi þegar talið barst að Svövu – „Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu“

Simma heitt í hamsi þegar talið barst að Svövu – „Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu“
Fókus
Í gær

Maríanna segir að hún sé ekki grey þó það hafi verið haldið framhjá henni – „Ég er bara kona sem valdi rangan maka“

Maríanna segir að hún sé ekki grey þó það hafi verið haldið framhjá henni – „Ég er bara kona sem valdi rangan maka“
Fókus
Í gær

Þessar tíu reglur eru ástæðan fyrir því að hún hefur aldrei sofið hjá

Þessar tíu reglur eru ástæðan fyrir því að hún hefur aldrei sofið hjá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan afhjúpar hjartnæma ástæðu þess að hann byrjaði að leika – Segir að starfsvalið sé að „drepa“ hann

Stórstjarnan afhjúpar hjartnæma ástæðu þess að hann byrjaði að leika – Segir að starfsvalið sé að „drepa“ hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi

Ferðabloggari segir að þetta sé það heimskulegasta sem þú getur gert á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birtu fangamyndina af Justin Timberlake

Birtu fangamyndina af Justin Timberlake