fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Syndir kirkjunnar: Trúboðinn séra Helgi misnotaði drengi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2010 var séra Helga Hróbjartssyni vikið frá störfum hjá Þjóðkirkjunni eftir að hann viðurkenndi, fyrir fagráði, kynferðisbrot gegn þremur drengjum. Brotin áttu sér stað um miðjan níunda áratuginn á Norðurlandi en Helgi starfaði síðar með börnum sem trúboði í Afríku. Í heimildamynd um Helga var hann kallaður „engill af himnum“ og dásamaður í minningargreinum þegar hann lést fyrir skemmstu.

Séra Helgi starfaði um árabil sem prestur á Þorlákshöfn, í Hrísey og í Glerárkirkju á Akureyri. Síðar færði hann sig um set og gerðist trúboði í Afríkuríkjunum Eþíópíu og Senegal og þá starfaði hann mikið með börnum. Einnig starfaði hann fyrir kristniboðssamtök í Noregi.

Árið 2010 leitaði einn þolandi til kirkjunnar og talaði prestur hans máli. DV fjallaði um málið þann 20. september þetta sama ár. Málinu var vísað til fagráðsins og var þar rætt við tvo þolendur Helga og hann sjálfan. Hann játaði brot sín fyrir fagráði og fór í kjölfarið úr landi.

DV hefur heimildir fyrir því að þolendur Helga séu fleiri og svipti einn þeirra sig lífi. Vinur hans ræddi við DV um þetta:

„Hann lýsti því þannig að presturinn hefði komið inn til hans um miðja nótt, skriðið undir sængina hjá honum og átt eitthvað við hann. Hann hefði svo vaknað við það að hann væri að á káfa á honum.“

Ekki hefur verið rannsakað hvort Helgi hafi brotið á drengjum í Afríku þar sem mörg börn eru umkomulaus og eftirlitið lítið sem ekkert.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka