fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Carrie Fisher og Mark Hamill verða í næstu Stjörnustríðsmynd

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 28. júlí 2018 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil eftirvænting ríkir fyrir nýjasta kaflanum í Star Wars-myndabálkinum en nú er búið að staðfesta að bæði Carrie Fisher og Mark Hamill verði á meðal leikenda.

Tökur hefjast í Lundúnum í næstu viku en ekki er búið að gefa upp formlegan titil á níunda kaflanum. J.J. Abrams leikstýrir en hann sat einnig við stjórnvölinn við gerð sjöundu myndarinnar í Skywalker-sagnabálkinum, The Force Awakens, sem kom út árið 2015.

Fisher lést í desember 2016 og hafa verið miklar vangaveltur um það hvernig aðkoma hennar að næstu mynd verði í ljósi andlátsins.

Hafði hún lokið tökum á áttunda kaflanum, The Last Jedi, þegar hún lést en sögur herma að Abrams og framleiðsluteymi hans ætli að styðjast við ónotaðar tökur úr The Force Awakens.

Aldrei hafi komið til greina að endurskapa persónuna með aðstoð tölvutækni, líkt og var gert til þess að sýna unga Leiu prinsessu í hliðarsögunni Rogue One.

Dóttir Fisher, Billie Lourd, hefur sjálf komið fram í undanförnum köflum seríunnar og er sögð hafa gefið þessari tilhögun blessun sína.

Á annan veg má gera ráð fyrir Luke Skywalker á ný og er Hamill staðfestur til endurkomu. Einnig mega aðdáendur gera ráð fyrir endurfundum við Lando Calrissian, leiknum af Billy Dee Williams.

Með helstu hlutverk í níunda kaflanum fara Daisy Ridley (Rey), Adam Driver (Kylo Ren), John Boyega (Finn), Oscar Isaac (Poe) auk Kelly Marie-Tran (Rose Tico).

Má síðan búast við leikkonunni Keri Russell í enn ótilgreindu hlutverki en henni muna sjálfsagt einhverjir eftir úr þáttaröðinni Felicity á sínum tíma. Þess má geta einnig að breski leikarinn Richard E. Grant er staðfestur á meðal leikenda. Grant fór meðal annars mjög eftirminnilega með hlutverk skúrksins í költ-myndinni Hudson Hawk auk þess að leika skapstóran umboðsmann Kryddpíanna í myndinni Spice World.

Áætlað er að frumsýna Star Wars: Episode IX í kringum jólin 2019 og verður þá Skywalker-sagabálknum lokað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar fljúga snemma úr hreiðrinu – Goðsögnin um ítölsku mömmustrákana er sönn

Íslendingar fljúga snemma úr hreiðrinu – Goðsögnin um ítölsku mömmustrákana er sönn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“