fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Meryl Streep í kvikmynd um Panamaskjölin

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunadrottningin Meryl Streep er væntanleg í kvikmynd um Panamaskjölin. Myndin mun bera heitið The Laundromat („Þvottastöðin“ á íslensku) og er um að ræða spennutrylli frá Steven Soderbergh, leikstjóra Erin Brockovich, Logan Lucky og Ocean’s-þríleiksins.

Þetta er í annað sinn á innan við ári þar sem Streep þiggur hlutverk í sannsögulegu drama um frægan gagnaleka, en hin er The Post eftir Steven Spielberg og fjallaði hún um fréttamiðilinn Washington Post og birtingu Pentagonskjalanna um Víetnamstríðið.

Samkvæmt heimildum The Hollywood Reporter eru samningsviðræður í gangi um að fá leikarana Gary Oldman og Antonio Banderas um borð í önnur hlutverk ásamt fleiri þekktum, en ekki er búið að staðfesta þátttöku annarra.

Streep var tilnefnd til Óskarsverðlauna á þessu ári fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Post.

Handrit myndarinnar um Panamahneykslið er byggt á bók sem nefnist Secrecy World: Inside the Panama Papers og snýst sagan um einn stærsta gagnaleka sögunnar og átti sér stað í apríl 2016. Gögnin voru um 11 milljón talsins og varpar kvikmyndin skugga á hvernig margir af efnuðustu mönnum heims notuðu lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama til að stunda leynireikninga og skattundanskot. Í skjölunum fundust um 800 aflandsfélög sem tengdust 600 Íslendingum.

Að svo stöddu er The Laundromat ekki enn komin með dreifingaraðila, en sögur segja að streymiveitan Netflix sýni verkefninu gífurlegan áhuga.

Þó tökur myndarinnar séu ekki ennþá hafnar, má fastlega gera ráð fyrir því að Streep hljóti Óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar