fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Þórdís um „steminguna“ á Íslandi og Reykjavíkurdætur: „Kannski þurfum við að fara að rífa kjaft“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. júní 2025 08:56

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir er hluti af rappsveitinni Reykjavíkurdætur. Hljómsveitin hefur verið í lægð í smá tíma en það gæti verið að hún snúi aftur af krafti með nýja tónlist, en Þórdís segir að það sé kannski kominn tími fyrir þær að rífa kjaft.

Þórdís, eða Dísa eins og hún er venjulega kölluð, var gestur í Fókus, viðtalsþætti DV. Í þættinum ræðir hún um móðurhlutverkið, ferilinn, Reykjarvíkurdætur og ADHD-greininguna. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Reykjavíkurdætur tóku þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2022 og lentu í öðru sæti. Í kjölfarið var brjálað að gera hjá þeim, þær spiluðu á tónleikum um allt land og segir Þórdís að það hafi verið mjög skemmtilegt og gefandi tímabil.

Svo tók við smá pása hjá hópnum. Margar þeirra hafa eignast börn eftir Söngvakeppnina, sinnt ýmsum verkefnum og einbeitt sér að öðru. Þórdís segir að það hafi verið gott að taka meðvitaða pásu, enda hafði hljómsveitin verið á útopnu í mörg ár og ferðast um alla Evrópu til að spila.

„Svo erum við reyndar að fara saman til Litáen í júní að spila á hátíð í Vilníus,“ segir hún.

„Við eiginlega sögðum já því við söknum þess að túra saman, þannig við erum allar fáránlega spenntar.“

Reykjavíkurdætur. Mynd/RÚV

Sjá einnig: Þórdís Björk einlæg um móðurhlutverkið: „Það ætlar enginn að eiga fyrsta barnið sitt og vera einn eða upplifa sig einan“

Ný tónlist væntanleg?

„Við erum alveg búnar að vera að ræða hvort við þurfum ekki að fara að gera eitthvað meira. Allar svona orðnar þyrstar í það að fara að búa eitthvað til, núna eftir þessa pásu. Svo finnst manni líka stemningin á Íslandi vera svona… við hugsuðum: Kannski þurfum við að fara að gera eitthvað meira.“

Aðspurð hvað hún á við segir Þórdís: „Bara, þú veist, hvernig þjóðfélagið hefur þróast. Búið að vera einhverjar mótbárur, og mikið verið að ræða feminísma og hvað sé að vera „woke“. Við vorum alveg: Já, kannski þurfum við að fara að rífa kjaft.“

Reykjavíkurdætur hafa þurft að þola mikið mótlæti í gegnum árin. Þórdís segir þær allar með þykkan skráp, ekki endilega því þær vildu það heldur hafi það gerst með tímanum.

Mynd/Reykjavíkurdætur

„En það er leiðinelgt að segja það en maður verður vanur skítnum. Mér finnst það gott, því þegar maður er að gera eitthvað svona sem er í andlitinu á öllum og maður stendur á sviði eða maður er á samfélagsmiðlum, eða maður er að opna inn á annað fólk og hleypa fólki inn í líf sitt, þá verður maður að geta tekið skítnum,“ segir hún.

„Og líka þegar maður er að gera eitthvað sem er skapandi, auðvitað fíla ekki allir það sem maður er að gera og ef allir fíla það þá held ég að maður sé kannski ekkert að gera eitthvað rétt. Ég held að maður þurfi bara að taka því og það er allt í lagi. Það er frelsi í því að hugsa: Þetta skiptir ekki máli. Ég veit hvað ég vil gera, hvað ég er ánægð með og hvað ég stend fyrir. Og svo er fólk alltaf að fara að hafa einhverja skoðun á því, hvort sem hún er góð eða slæm.“

Þórdís ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Þórdísi á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Charlize Theron dásamar einnar nætur gaman með 26 ára fola – „Það var fokking geðveikt“

Charlize Theron dásamar einnar nætur gaman með 26 ára fola – „Það var fokking geðveikt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Hide picture