fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Fókus

Justin Bieber rýfur þögnina um Diddy – Myndband af þeim vakti óhug

Fókus
Föstudaginn 16. maí 2025 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur rofið þögnina vegna dómsmáls sem nú stendur yfir gegn Sean „Diddy“ Combs. Diddy er ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðislegt mansal og hafa óhugnanlegar upplýsingar komið fram í réttarhöldunum.

Skömmu eftir að Diddy var handtekinn í september síðastliðnum var dregið fram í sviðsljósið gamalt myndband af honum með barnungum Justin Bieber. Á þeim tíma sem myndbandið var tekið var Diddy fertugur en Bieber 15 ára og lýstu netverjar myndbandinu sem „óþægilegu“ og „krípi“.

Í myndbandinu beindi Diddy orðum sínum að myndavélinni og sagði:

„Hann ætlar að eyða 48 tímum með Diddy, við ætlum að hanga og gera hluti sem við getum ekki beint sagt frá. Þetta verður draumur hvers 15 ára drengs. Ég hef fengið umsjá yfir honum. Hann er á skrá hjá Usher og ég var með forræði yfir Usher þegar hann gaf út fyrstu plötuna sína. Ég er lagalega séð ekki með forræði yfir [Bieber] en hann verður með mér næstu 48 tímana og við ætlum að missa okkur.“

Vakti myndbandið mikinn óhug í ljósi þeirra alvarlegu ásakana sem komnar voru fram gegn Diddy og óttuðust einhverjir að Bieber hefði orðið fyrir ofbeldi gegn honum.

Í yfirlýsingu sem talsmaður Biebers sendi TMZ kemur fram að Bieber hafi ekki verið fórnarlamb Diddy. „Þó að hann sé ekki á meðal fórnarlamba Sean Combs þá eru einstaklingar þarna úti sem urðu raunverulega fyrir skaða af hans völdum. Að beina athyglinni frá þeirri staðreynd dregur úr því sem þessi fórnarlömb eiga rétt á,“ sagði í yfirlýsingunni.

Bieber var sagður í töluverðu uppnámi eftir að Combs var handtekinn í haust og var hann sagður hafa lokað sig af. Margir af þeim sem hjálpuðu Bieber þegar hann var að fóta sig í tónlistarbransanum voru nátengdir Diddy og þekktust þeir þar að auki mjög vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Breytir nafninu sínu aftur

Breytir nafninu sínu aftur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin