fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn

Fókus
Þriðjudaginn 25. mars 2025 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björgvinsdóttir leikkona og handritshöfundur segir farir sínar ekki sléttar eftir að hún lenti í óhappi í Hafnarfirði fyrir skemmstu.

Edda greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Ein ROSALEGA fúl á móti!!,“ segir hún og bætir við að bíllinn hennar hafi skemmst þegar hún ók honum ofan í „mjööööög“ djúpa holu á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Segir Edda að það hafi kostað „annan handlegginn“ að laga undirvagninn.

„Ég hafði að sjálfsögðu strax samband við Hafnarfjarðarbæ og þar könnuðust menn við að verktakar þeirra höfðu verið að saga sundur malbikið og laga holur og mér var sagt að fleiri fórnarlömb en ég hefðu lent illa í því á Hverfisgötunni,“ segir hún.

Edda segir að það sé daglegt brauð að bílstjórar aki holóttar götur eða götur þar sem viðgerðir standa yfir.

„En þegar maður ekur hægt og varlega verða sjaldnast skemmdir. Þessi hola sem búið var að saga þarna í Firðinum var amk. 20-30 cm djúp, ekkert merkt og alllir bílstjórar sem ég fylgdist með stoppuðu til að læðast yfir skurðinn – en allt kom fyrir ekki, það urðu greinilega skemmdir á fleiri bifreiðum en mínum,“ segir Edda og bætir við að Hafnarfjarðarbær hafi vísað á sitt tryggingafélag sem er VÍS og þar á bæ sé allra leiða leitað til að greiða ekki skaðann. „Vísa á einhverja úrskurðarnefnd þar sem maður þarf að greiða offjár fyrir að fá aðstoð,“ segir Edda.

Það er þó aldrei langt í húmorinn hjá henni og klykkir hún út með þessum orðum:

„Og nú ætla ég að senda öldruðu fullu frænku mína með fúlegg og gamla uppþvottabursta til að ná fram hefndum!!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði