fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

„Það sem hefur hjálpað mér mest er að eiga góðan stuðning heima fyrir, góðan maka, góða fjölskyldu og vini“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. október 2025 07:00

Sunna Kristín Hilmarsdóttir. Mynd: Krabbameinsfélagið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir greindist árið 2021 með ólæknandi krabbamein, aðeins 37 ára að aldri. Hún segist lengi hafa verið í afneitun og beðið þess að heyra að það hefði orðið einhver ruglingur á kennitölum. Í dag er Sunna Kristínar krabbameinslaus og meininu haldið í skefjum með nær daglegri lyfjatöku. Sunna Kristín er fullur þátttakandi í lífinu í dag.

„Mér fannst mjög óraunverulegt að vera þetta ung og vera komin með sjúkdóm sem ekki er búið að finna lækningu við,“ segir Sunna Kristín sem greindist með mergæxli.

„Ég tek krabbameinslyf á hverjum degi í þrjár vikur og svo tek ég viku í pásu. Ég er krabbameinslaus í dag og búin að vera krabbameinslaus alveg í örugglega tvö ár.“

Sunna Kristín er ein þeirra sem segja sögu sína í tilefni af Bleikum október og sölu Bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins.

Sunna Kristín er í fullri vinnu og námi og segir það skipta hana máli að vera virkur þátttakandi í lífinu.

„Að geta verið í vinnu, farið að hitta fólk. Þegar maður hefur dottið út af vinnumarkaði í lengri tíma án þess að velja það. Maður verður veikur og getur ekki unnið og þá fattar maður að það er eitthvað sem skiptir mann máli.“

Baklandið skiptir mestu máli

Sunna Kristín segir stuðning baklands hennar skipta mestu máli.

„Það sem hefur hjálpað mér mest er að eiga góðan stuðning heima fyrir, góðan maka, góða fjölskyldu og vini sem eru til staðar fyrir mann þegar maður þarf á því að halda.“

Hún segir það einnig hafa hjálpað að geta sótt jafningastuðning og gera rætt þar mál sem ekki eru endilega rædd heima fyrir.

„Það er náttúrulega þessi yfirþyrmandi tilfinning að maður standi andspænis dauðanum. Maður er kannski ekki mikið að tala um það við sína nánustu, en það er eðlilegra að tala um það við þá sem hafa upplifað það líka.“

Ber það ekki utan á sér að vera með ólæknandi sjúkdóm

Sunna Kristín bendir á að það beri það ekki allir utan á sér að vera veikir.

„Ef þú myndir mæta mér í Krónunni myndirðu ekki halda að ég væri að glíma við ólæknandi sjúkdóm, ég ber það ekki utan á mér. En það skiptir máli að við vitum af þessu. Það er svo mikilvægt að við getum sett okkur í spor hvers annars og skilið raunveruleika manneskjunnar sem er á kassanum við hliðina á okkur.“

Vitundarvakningin sem felst í Bleiku slaufunni er fyrir Sunnu Kristínu að við getum sett okkur í spor hvers annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro