fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 4. október 2025 18:30

Mynd: Úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Þegar mamma mín dó er nýjasta bók Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttir. Sigrún hefur  starfað við háskólakennslu og sýningarstjórn um árabil. Hún hefur áður sent frá sér fjölda bóka um listir, menningu og söguleg efni, sem og skáldsögur. 

Þegar mamma mín dó er persónuleg saga Sigrúnar, einlæg lýsing höfundar á þeirri sáru reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Áhrifarík frásögnin er í senn persónuleg og opinská um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra; ást og umhyggju, samviskubit og vanmátt. Um leið er fjallað um það kerfi sem við höfum búið fólki sem á skammt eftir ólifað og álagið og ábyrgðina sem hvílir á aðstandendum við þær aðstæður.

Bókin er sjálfsævisaga og einkar stutt, enda aðeins um það tímaskeið höfundar þegar móðir hennar veikist og þarf að leggjast inn á líknardeild, og reynslu höfundar að fylgja móður sinni í gegnum það ferli til andláts hennar og sorgarferlið sem fylgir í kjölfarið.

Reyndar er nafn bókarinnar að nokkru rangnefni því höfundur fjallar einnig um andlát föður síns, sem lést haustið 2015. Átta árum síðar lést móðir höfundar og kemur bókin út á nær tveggja ára dánarafmæli hennar.

Í bókinni kemur höfundur einnig stuttlega inn á kerfið sem býður þeirra sem eiga skammt eftir af lífinu, og þá ábyrgð sem fellur á aðstandendur í þeim aðstæðum. Oft fellur ábyrgðin í hlut kvennanna: dætra, systra, eða móður þess sem banaleguna liggur, síður en karlana, sem hlaupa þó flestir viljugir til aðstoðar þegar um hana er beðið.

Bókin er persónuleg og einlæg frásögn af ást dóttur til móður sinnar, og einnig föður, sektarkennd yfir því sem mátti vera ósagt, sagt eða betur gert, sorg og sorgarúrvinnslu sem fær ekki mikið rými því heimurinn, daglegt líf og skyldur stöðvast ekki þó að sorgin vilji sitt rými. Nánustu aðstandendur hins látna þurfa að standa sína plikt í sorgarferlinu og undirbúa útför, standa skil gagnvart hinu opinbera hvað varðar dánartilkynningu, skipti á dánarbúi, greiðslu skatta og skyldna, gramsa í gegnum eigur ástvina sinna og ákveða hvað skuli varðveitt og hverju fleygt.

Allir sem misst hafa ástvini geta tengt við frásögn Sigrúnar, þeir og allir sem áhuga hafa á mannlegri reynslu og tilfinningum geta frætt sig um þá frásögn og reynslu sem bókin hefur fram að færa.

Útgefandi: Forlagið 2025.
Innbundin. 91. bls.

Sigrún Alba. Mynd: Forlagið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro