fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020

Bækur

Bækur um lýðræði hverfa af bókasöfnum í Hong Kong

Bækur um lýðræði hverfa af bókasöfnum í Hong Kong

Pressan
Fyrir 6 dögum

Bækur, skrifaðar af lýðræðissinnum í Hong Kong, eru nú farnar að hverfa af bókasöfnum borgarinnar. Ekki er lengur hægt að fá þær lánaðar og þær er ekki að finna í hillum safnanna. Svo ótrúlegt sem það er þá gerist þetta nokkrum dögum eftir að ný ströng öryggislög kínverskra stjórnvalda tóku gildi. Aðgerðasinnar í Hong Kong Lesa meira

Þessar bækur voru mest seldar hjá Eymundsson 2018

Þessar bækur voru mest seldar hjá Eymundsson 2018

Fókus
03.01.2019

Eftirfarandi eru mest seldu bækur Eymundsson árið 2018.  Mest seld var bókin Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason, en Arnaldur er ekki ókunnugur metsölulistunum. Í öðru sæti kemur bók Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland og í þriðja sæti er Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur. Metsölulisti Eymundsson 2018 Stúlkan hjá brúnni  Arnaldur Indriðason Ungfrú Ísland Auður Ava Lesa meira

Allt að 56 prósent verðmunur á jólabókum á milli verslana

Allt að 56 prósent verðmunur á jólabókum á milli verslana

Fréttir
06.12.2018

Það getur borgað sig að kanna verð á bókum áður en þær eru keyptar nú fyrir jólin. Allt að 56 prósent verðmunur er á verði metsölubóka á milli verslana nú í jólabókaflóðinu. Þetta kemur fram í verðkönnun Fréttablaðsins. Þar segir að sem fyrr séu jólabækurnar ódýrastar í Bónus en blaðið kannaði verð á átta vinsælum Lesa meira

Sænsk gúmmístígvél er síðasta meistarastykki Mankells

Sænsk gúmmístígvél er síðasta meistarastykki Mankells

Fókus
21.09.2018

Haustnótt eina vaknar Fredrik Welin upp við að húsið hans stendur í ljósum logum. Hann kemst undan við illan leik en allt er brunnið, horfið: bernskuheimilið, minningarnar og ítölsku skórnir hans. Hann stendur við rústirnar í tveimur vinstrifótarstígvélum og veltir fyrir sér hvort hann eigi nokkuð að ráðast í endurbyggingu, sjötugur einbúi. Fyrir hvern? Fyrir Lesa meira

Kona sveltir sig fyrir eiginmanninn – Forboðnar sögur um lífið í Norður-Kóreu

Kona sveltir sig fyrir eiginmanninn – Forboðnar sögur um lífið í Norður-Kóreu

Fókus
19.09.2018

Eftirlitsmaður í verksmiðju neyðist til að velja á milli þess að sýna gömlum vini eða flokknum hollustu; kona sveltir sjálfa sig til að eiginmaður hennar, fyrirvinnan, fái nóg að borða til að halda starfskröftum sínum; ljós rennur upp fyrir dyggum flokksmanni þegar sonur hans afhjúpar raunveruleika þeirra sem leikhús fáránleikans. Þetta er brot úr efni Lesa meira

Stormfuglar Einars Kárasonar – kynning á bókmenntaarfinum

Stormfuglar Einars Kárasonar – kynning á bókmenntaarfinum

Fókus
18.09.2018

Rithöfundurinn Einar Kárason ræðir nýútkomna bók sína, Stormfuglar, sem fjallar um óveðrið á Nýfundnalandsmiðum eða Júlíveðrið 1959. Bókin er skáldsaga byggð á atburðunum þegar íslenski togarinn Máfurinn fórst undir Nýfundnalandi. Kynningin verður á bókasafninu í Sandgerði í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Viðburðirnir „Kynning á bókamenntaarfinum“ eru samstarfsverkefni almenningsbókasafna Suðurnesja og Lesa meira

Náttfiðrildi Stefáns Mána komin út sem rafbók

Náttfiðrildi Stefáns Mána komin út sem rafbók

Fókus
17.09.2018

Í vor gaf Menntamálastofnun út bókina Náttfiðrildi eftir Stefán Mána. Bókina skrifaði Stefán Máni sérstaklega fyrir stofnunina og er hún ætluð börnum og unglingum á miðstigi grunnskóla. Morð er framið í Reykjavík og unglingur sem á við geðræn vandamál að stríða er grunaður um verknaðinn. Ekki er allt sem sýnist og stundum rennur raunveruleikinn saman Lesa meira

Söguhringur kvenna kallar eftir lestrarhryssum

Söguhringur kvenna kallar eftir lestrarhryssum

Fókus
17.09.2018

 Næsta miðvikudag verður fyrsti leshringur Söguhrings kvenna í Menningarhúsinu í Gerðugerði.   Í samstarfi við Ós Pressuna er öllum konum boðið að koma og mynda leshring að frumkvæði grasrótarinnar. Hópurinn ákveður í sameiningu hvaða bækur skal lesa, hvort ákveðið þema verður, hvaða staði á að heimsækja, hvort rithöfundum bókanna verður boðið að koma í leshringinn eða hvort horft Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af