fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Beðmálsleyndarmál Beckham-hjónanna

Fókus
Föstudaginn 10. október 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria Beckham deilir leyndarmálum svefnherbergisins hjá sér og eiginmanninum David og hvers vegna hann þarf að „sofa með annað augað opið“ að hennar sögn í viðtali við Sun um nýja heimildarþáttaröð Netflix, Victoria.

Victoria segir eina óæskilega eiginleikann sem David hefur í svefnherberginu vera að hann hrýtur.

„Já, hann er greinilega ótrúlega myndarlegur, mjög klár, mjög farsæll. Og hann er líka fyndinn,“ sagði hún um eiginmann sinn til 26 ára. „En málið er þetta: hann hrýtur,“ bætti hún við. Victoria sagði að hún tækist á við hroturnar  með því að nota eyrnatappa.

„Ég nota ekki eyrnatappa bara til gamans,“ sagði hún kaldhæðnislega. „Af hverju heldurðu að ég noti þá, það er ekki eitthver tískustíll í rúminu. David gæti litið svona út, en ég er með fréttir, maðurinn minn hrýtur. Ég verð að nota eyrnatappa.“

Segir eiginmanninn þurfa að vera varan um sig

Fjögurra barna móðirin ræddi um aðrar svefnherbergisathafnir sínar, sem fela í sér að nota LED-grímu, hlusta á hlaðvörp með eiginmanninum eða horfa á sjónvarpsþætti saman einstaka sinnum.

Hún deildi líka á gamansaman hátt hvers vegna David þarf að hafa varann á.

„Og auðvitað les ég margar spennusögur í rúminu svo, þú veist, David, hann ætti að sofa með annað augað opið …“ grínaðist hún.

Hrósaði fjölskyldunni á frumsýningu

David studdi eiginkonu sína á frumsýningu þáttaraðarinnar í London á miðvikudag. Þrjú börn þeirra voru viðstödd, Romeo, 23 ára, Cruz, 20 ára, og Harper, 14 ára. Elsti sonurin,  Brooklyn, 26 ára, lét ekki sjá sig, en hann og foreldrar hans eiga í deilum sem tengjast eiginkonu hans, Nicola Peltz, 30 ára.

Engu að síður hrósaði Victoria Brooklyn í ræðu sinni á frumsýningunni.

„Börnin mín: Brooklyn, Romeo, Cruz, Harper  og David, ó, guð minn góður, hann er ekki barn!“ sagði hún gáskafull áður en hún bætti við: „Mér gekk svo vel án skrifaðrar ræðu! Það hefur tekið þetta ferli að vera virkilega stolt af því sem ég hef áorkað og að átta mig loksins á því að ég er nóg,“ hélt hún áfram. „Þakka þér fyrir að sannfæra mig og svo neyða mig, að gefa mér ekkert val, David.“

Brooklyn birtist einnig stuttlega í þáttaröð móður sinnar, þar sem hann og eiginkona hans mæta á tískusýningu Victoriu vor/sumar 2025 í París í september 2024, eitt af síðustu skiptunum sem hann var ljósmyndaður með fjölskyldu sinni áður en deilurnar hófust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum