fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Dularfullu herbergin sem aðeins útvaldir fengu aðgang að heima hjá Diddy

Fókus
Föstudaginn 4. október 2024 13:31

Sean Diddy Combs. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuljósmyndari, sem mætti í mörg partý hjá tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs, segir að það voru ákveðin herbergi í veislum rapparans þar sem almenningi var meinaður aðgangur.

Selma Fonseca segir að hún hafi farið í um tuttugu til þrjátíu veislur hjá Diddy yfir feril sinn, en hann var þekktur fyrir að halda villt og tryllt partý sem voru vinsæl hjá stjörnunum.

Sjá einnig: Segist hafa mætt í „freak-off“ kynlífspartý hjá Diddy – „Þetta var ruglað“

Rapparinn er sem stendur í gæsluvarðhaldi sakaður um að kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun. Hingað til hafa fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um brot gegn sér en Diddy er eins sagður hafa þvingað konur og kynlífsverkafólk til að taka þátt í kynsvalli sem hann hélt fyrir nafntogaða einstaklinga. Hann kallaði þessi kynlífspartý „freak-offs.“

Donna Karan, Tommy Lee Jones, Mariah Carey and Sean "Diddy" Combs in September 2007
Donna Karan, Tommy Lee, Mariah Carey og Sean „Diddy“ Combs í september 2007. Mynd/Getty Images

Sjá einnig: Augnablikið sem sagði stjörnugestunum að yfirgefa partý Diddy áður en allt færi úr böndunum

Selma segir að ákveðnir frægir gestir fengu sérstakan aðgang að heimili Diddy, að það hafi verið nokkur herbergi sem „venjulegum“ gestum var ekki boðið inn í.

Hún segir að það hafi verið bannað að koma inn í þessi rými, nema þér hafi verið boðið af Diddy.

„Hann lét nokkra fara inn í stofuna og svo var hann líka með herbergi á efri hæðinni. Þannig fólk fór inn en ekki allir fengu að fara inn.“

Selma segir að hún hafi aldrei endað í hópi þeirra sem fóru inn því henni var „aldrei boðið.“

„Alls staðar þar sem þeir ríku og frægu eru, þar er kynlífsverkafólk. Það er kynlífsverkafólk út um allt, það nær bara að fela það vel,“ segir hún.

Sjá einnig: „Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“
Fókus
Í gær

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

Einstök græja úr fórum Bítlanna til sölu

Einstök græja úr fórum Bítlanna til sölu
Fókus
Í gær

Ættu Íslendingar að fjölga frídögum – Fullveldisdagurinn, Þorláksmessa eða allir föstudagar?

Ættu Íslendingar að fjölga frídögum – Fullveldisdagurinn, Þorláksmessa eða allir föstudagar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kim Kardashian nær óþekkjanleg á hrekkjavökunni í ár

Kim Kardashian nær óþekkjanleg á hrekkjavökunni í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Illdeilurnar innan Spice Girls-hópsins sem koma í veg fyrir að sveitin komi aftur saman

Illdeilurnar innan Spice Girls-hópsins sem koma í veg fyrir að sveitin komi aftur saman