fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Óttast að Taylor Swift geti endað eins og John Lennon

Fókus
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 12:13

Taylor Swift.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taylor Swift, vinsælasta og tekjuhæsta tónlistarkona heims um þessar mundir, gæti endað eins og John Lennon árið 1980.

Þetta er mat leiðarahöfundar New York Post í dag en í leiðaranum er skrifað um eltihrelli sem hefur gert söngkonunni lífið leitt að undanförnu.

John Lennon var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í New York þann 8. desember 1980 af Mark David Chapman.

Maðurinn sem hefur gert Swift lífið leitt að undanförnu heitir David Crowe og var hann handtekinn um helgina þegar hann reyndi að komast inn til söngkonunnar.

Frá 25. nóvember síðastliðnum hefur verið tilkynnt um áreitni hans 30 sinnum. Virðist fátt stöðva manninn því hann sást aftur í gær við heimili hennar á Manhattan.

Leiðarahöfundur New York Post gagnrýnir ráðaleysi lögreglu og yfirvalda í málinu. Brot hans eru ekki talin nægjanlega alvarleg til að hann fari í fangelsi og veltir höfundur fyrir sér hvað þurfi að gerast svo gripið verði inn í.

„Þetta er eitthvað sem virðist koma aftur og aftur upp í borginni okkar. Þeir sem eru andlega veikir eru handteknir en þeir eru ekki settir í fangelsi eða í þar til gert úrræði,“ segir höfundur og bætir við að það sé ekki fyrr en eitthvað gerist, til dæmis einhver er myrtur, að eitthvað gerist.

„Er þessi borg búin að gleyma harmleiknum í kringum Mark David Chapman og John Lennon,“ spyr leiðarahöfundur.

„Viljum við að eitthvað hræðilegt gerist, að þrátt fyrir 30 viðvaranir gerði lögreglan ekkert? Verndum Taylor Swift. Verndum alla íbúa New York,“ segir leiðarahöfundur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?