fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Sá Swift sambandið við Kelce fyrir sér fyrir meira en áratug?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 14:30

Taylor Swift er ein vinsælasta stjarna heims um þessar mundir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Taylor Swift er stórstjarna á heimsmælikvarða, umtalaðasta manneskja síðasta árs og ekkert lát er á vinsældum hennar og nýjar fregnir fluttar af henni daglega. Page Six greinir frá því í dag að svo virðist sem Swift hafi séð fyrir sér núverandi ástarsamband sitt við NFL-leikmanninn Travis Kelce fyrir meira en áratug síðan.

Í viðtali við Glamour árið 2009, sem nú er búið að draga aftur fram í dagsljósið, var Swift þá 19 ára gömul beðin um að lýsa sínum draumamanni og má segja að eiginleikar hans séu mjög líkir Kelce sem leikur með Kansas City Chiefs. „Þetta er meira spurning um sjálfstraust,“ svaraði Swift aðspurð um hvort draumamaðurinn þyrfti að njóta sömu velgengni í lífinu og hún. „Ég myndi ekki vilja vera með einhverri undirlægju sem léti mig um að gera allar áætlanir og stjórna öllu. Það er mjög eðlilegt fyrir mig að skipuleggja allt, en ég vil frekar vera með einhverjum sem hefur sína eigin rödd og ástríðu og metnað.“

Swift sá sig líka fyrir sér í fjarsambandi þar sem hún myndi „fljúga til að sjá hann og fljúga honum á staði til að sjá hana. Það hljómar eins og það myndi fela í sér meira skipulag og ég er nú þegar að takast á við mikið af skipulagningu í mínu lífi. Auðvitað, ef ég hitti einhvern sem er þess virði, myndi ég líklega hætta að hugsa svona!“

Travis Kelce

Eins og þeir vita sem fylgst hafa með sambandi Swift og Kelce, enda varla annað hægt, fréttir af þeim eru stöðugar, þá hafa þau varið tíma í að ferðast á milli Missouri, þar sem hann býr, og New York, þar sem hún býr. Swift hefur einnig flogið og mætt til að styðja sinn mann og liðs hans á nokkrum útileikjum, þar á meðal í Massachusetts gegn New England Patriots og í Wisconsin gegn Green Bay Packers. Kelce flaug þúsundir kílómetra til að horfa á sína heittelskuðu koma fram á uppseldum Eras Tour tónleikum í Buenos Aires í Argentínu, í nóvember 2023.

Hvað sjálfstraustið varðar þá virðist Kelce búa yfir því, hann neitar að fela samband þeirra opinberlega þrátt fyrir mikinn áhuga fjölmiðla og mikla umfjöllun og hrósar Swift óspart fyrir velgengni hennar og sem persónu. Eftir að samband þeirra varð opinbert eftir leik 24. september hrósaði Kelce sinni konu í hlaðvarpi hans New Heights. Sagði hana vera fulla af áræðni og líta ótrúlega vel út. „Mér fannst bara æðislegt hvað allir í svítunni höfðu ekkert nema frábæra hluti að segja um hana, vinir mínir og fjölskylda,“ bætti hann við og sagðist ekki eiga í neinum vandræðum með að vera orðinn svona þekktur á heimsvísu sem nýji kærasti Swift.

Kelce mun einnig hafa tekið skipulagið í eigin hendur og mun hann þegar vera búinn að bóka  lúxushótel og fína veitingastaði í Frakklandi og Ítalíu fyrir Evrópuferð Swift síðar á þessu ári.

„Hann vill fara með henni í rómantískt frí til að láta hana slaka á og fara að uppgötva þessar fallegu borgir og evrópska rómantísku staði saman,“ sagði heimildamaður við US Sun.

Swift upplýsti það í viðtali við Time, þegar hún var valin manneskja ársins, að það hefði verið Kelce sem átti upphafið að sambandi þeirra. Í hlaðvarpi hans sagðist hann hafa reynt að gefa henni vinaarmband með símanúmerinu sínu á á tónleikum hennar í Kansas City. Sú tilraun fór fyrir lítið þar sem Swift hittir ekki aðdáendur sína fyrir eða eftir tónleika, þar sem hún sparar röddina fyrir tónleika sína, enda flytur hún heil 44 lög á hverjum og einum. Parið hittist þó stuttu seinna og sagði Swift í viðtalinu að þau hefðu hist á laun í þó nokkurn tíma án þess að almenningur og fjölmiðlar vissu og það væri hún þakklát fyrir, því þannig hefðu þau náð að kynnast betur.

Parið opinberaði síðan sambandið í september og segir Swift að aldrei hafi komið annað til greina. „Þegar þú segir að samband sé opinbert þýðir það að ég mun sjá hann gera það sem hann elskar, við mætum á staðinn fyrir hvort annað og styðjum hvort annað, annað fólk er þar líka og okkur er alveg sama,“ sagði hún. „Andstæðan við þetta er að þú þarft að leggja mikið á þig til að tryggja að enginn viti að þú sért að deita einhvern. Við erum bara stolt af hvort öðru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“