fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Segir allar konur þrá þessa týpu af karlmanni – „Í alvöru, er eitthvað kynþokkafyllra?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 10:18

Jana Hocking. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fjölmiðlakonan og pistlahöfundurinn Jana Hocking segir að „slæmir strákar“ séu úr tísku og „góðir gaurar“ séu inn.

„Það er trend í gangi í stefnumótaheiminum þar sem konur eru að láta eina týpu af karlmönnum róa fyrir eitthvað allt annað,“ segir hún í nýjasta pistli sínum á News.au.

Jana segir að hún hafi alla tíð heillast að svokölluðum „slæmum strákum“ (e. bad boys).

Hún hélt að þetta væri bölvun sem hvíldi á henni og myndi gera til æviloka. „En til mikillar hamingju hef ég fundið lausnina! Já ég hef komist að því hvernig maður hættir að sækjast í karlmenn sem maður ætti að forðast dimmu húsasundi og hvernig maður einbeitir sér að mun vingjarnlegri og yndislegri, en á sama tíma draumkenndum, karlmönnum. Góða gaurnum,“ segir hún.

Jana segir að uppgötvunin hafi átt sér stað þegar hún var á sjúkrahúsi vegna mikilla kviðverkja. Hún yfirgaf sjúkrahúsið heilbrigð og mjög skotin í lækninum sem var svo yndislegur við hana á viðkvæmu augnabliki í hennar lífi.

„Sjáðu til, þessi maður hefur eiginleika sem allar konur þrá undir niðri (eða ekki svo undir niðri): samkennd, hollusta og góðvild,“ segir hún.

„Ég sagði vinkonunum frá þessu og við vorum allar sammála um að þegar karlmaður hjálpar þér á viðkvæmu augnabliki þá er það frekar kynþokkafullt. Hver þarf ostrur sem ástalyf? Bara bjóddu fram aðstoð þína þegar við erum að skila inn skattaframtalinu eða þegar bíllinn okkar er bilaður. Í alvöru, er eitthvað kynþokkafyllra en karlmaður sem kemur þér til bjargar?“

Jana segir að hún veit að árið er 2021 og að konur geta gert alla þessa hluti sjálfar. „En það kemur fyrir að við erum í erfiðum aðstæðum og tja.. ég bara segi svona. Það er bara mannlegt að finnast þetta frekar aðlaðandi.“

Hún segir frá karlmanni sem aðstoðaði hana þegar hún braut tönn. Hann var leiðsögumaður hennar í Nýja-Sjálandi. Eftir að hún braut tönnina skutlaði hann henni á hótelið, bauðst til að skutla henni til tannlæknis og pantaði mjúkan mat fyrir hana.

„Góðvild hans kom mér á óvart og þrátt fyrir að hann væri venjulega ekki mín týpa þá var ég byrjuð að horfa á hann í öðru ljósi,“ segir hún.

„Þannig dömur, við þurfum að breyta því hvernig við horfum á karlmenn. Við þurfum að hætta að sækjast í karlmenn sem svara ekki skilaboðunum okkar eða láta okkur stanslaust hugsa: „Hvað í fjandanum?“ Sækjumst í karlmenn sem hjálpa okkur að bera þunga hluti út í bíl eða taka upp kassa af túrtöppum þegar þú missir körfuna í gólfið í búðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag