fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

LaToya Jackson var sannfærð um að bróðir sinn væri barnaníðingur: „Ég elska bróður minn en þetta er rangt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 08:30

Michael og LaToya.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Leaving Neverland, sem sýnd var á sjónvarpsstöðinni HBO vestan hafs fyrir stuttu, hefur haft gríðarleg áhrif á áhorfendur, en í myndinni segja tveir menn, þeir Wade Robson og James Safechuck, sögu sína og hvernig þeir voru misnotaðir af poppkónginum Michael Jackson þegar að þeir voru börn.

Sjá einnig: Neverland-búgarðurinn var hannaður fyrir myrkraverk: „Ég var annað hvort að horfa á hann fróa sér eða horfa á Pétur Pan“.

Fjölskylda tónlistarmannsins hefur neitað öllu því sem kemur fram í heimildarmyndinni. Samkvæmt fréttatilkynningunni frá Jackson-fjölskyldunni er Leaving Neverland eingöngu leið til að hafa fé af fólki en ekki til að segja sannleikann.

Sjá einnig: Hrekja allan „rógburð“ um meint barnaníð Michael Jackson: „Ég vona að þessir drengir geti sofið með hreina samvisku“.

Í kjölfar sýningar heimildarmyndarinnar hefur hins vegar gamalt myndbrot af systur Michael, LaToyu Jackson, dúkkað upp á ný. Um er að ræða blaðamannafund frá árinu 1993 þar sem LaToya segist fullviss um að bróðir sinn hafi „framið glæpi gegn litlum, saklausum börnum.“

Vildi ekki vera „þögull þátttakandi“

Upptakan var sýnd á MTV á sínum tíma, á sama tíma og Michael var kærður fyrir að misnota hinn þrettán ára Jordan Chandler. Poppkóngurinn játaði aldrei sök í málinu, en samið var um það utan réttarsals og fékk Jordan tuttugu milljónir dollara í sinn hlut. Þá var lögregla einnig að rannsaka ásakanir þriggja annarra drengja á þeim tíma sem LaToya tjáði sig, en hún hafði ekki verið í sambandi við fjölskyldu sína um einhverja hríð.

Á blaðamannafundinum sagði hún að móðir hennar hefði sýnt sér stórar fjárhæðir sem áttu að þagga niður í litlu drengjunum. Hún sagðist vera að tjá sig á þessum tímapunkti því hún vildi ekki vera „þögull þátttakandi“ í athæfi bróður síns.

„Ef ég held áfram að þegja mun ég finna fyrir þeirri sektarkennd og niðurlægingu sem þessi börn upplifa og mér finnst það mjög rangt,“ sagði LaToya. Hún gagnrýndi enn fremur bróður sinn fyrir að eyða tíma með litlum drengjum inni í svefnherbergi sínu og jafnvel sofa með þá í sama rúmi.

„Staldrið við og hugsið í andartak og segið mér: Hvaða 35 ára gamli maður leyfir litlum dreng að gista hjá sér í þrjátíu daga? Og leyfir öðrum dreng að gista hjá sér í fimm daga og fara aldrei út úr herberginu? Hve mörg af ykkur þarna úti eru 35 ára gömul? Hvað eru margir karlmenn þarna úti? Hve margir af ykkur myndu taka lítil börn og gera þetta? Sem eru 9, 10, 11 ára gömul? Ég elska bróður minn en þetta er rangt. Ég vil ekki sjá þessi börn særð.“

Misnotuð af föður sínum

LaToya dró þetta svo allt til baka nokkrum árum síðar og sagði að þáverandi eiginmaður hennar, Jack Gordon, hafi fengið hana til að halda blaðamannafundinn. Á öðrum tímapunkti á fyrrnefndum fundi opnaði hún sig um þá kynferðislegu misnotkun sem hún þurfti að þola af hendi föður síns, Joe Jackson.

Feðginin.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég tala um þetta og mig langaði aldrei, aldrei að tala um þetta en mér finnst þetta sorglegt því ég er líka fórnarlamb og veit hvernig það er,“ sagði hún. „Ég hef líka verið særð. Faðir minn misnotaði mig kynferðislega og ég kann ekki við hvernig mér líður með það.“

Hún ítrekaði að hún hefði fulla samúð með drengjunum sem ásökuðu bróður hennar um kynferðislega misnotkun.

„Þessi börn eiga eftir að vera mörkuð af þessu alla ævi. Ég vil ekki sjá fleiri saklaus börn lenda í þessu,“ sagði LaToya og hélt áfram. „Ég elska Michael mjög mikið en ég vorkenni börnunum því þau eiga ekkert líf lengur.“

Seinni hluti Leaving Neverland er sýndur á RÚV í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Gladdi gítarleikara Rammstein: „Ég var með stjörnur í augunum“

Gladdi gítarleikara Rammstein: „Ég var með stjörnur í augunum“
Fókus
Í gær

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elskaðir og hataðir útvarpsmenn

Elskaðir og hataðir útvarpsmenn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áshildur með eggjabónda upp á arminn

Áshildur með eggjabónda upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðný María um nýja lagið: „Ég er ekki skotin í neinum núna, svo ég viti“

Guðný María um nýja lagið: „Ég er ekki skotin í neinum núna, svo ég viti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auðkýfingurinn Ingólfur giftir sig og þinglýsir kaupmála

Auðkýfingurinn Ingólfur giftir sig og þinglýsir kaupmála
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi