fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hrúturinn – sjálfstæður, beinskeittur og framtakssamur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Sigurðardóttir opnaði Facebook-síðuna: Fanney – Stjörnuspeki síðastliðinn nóvember, tileinkaða stjörnuspeki. Meðfram því að setja út efni um fræðin býður hún upp á stjörnukort og einkatíma með lestri og túlkun ásamt því að bjóða upp á svokallað stjörnupartý fyrir hópa.

Hrúturinn (21. mars – 19. apríl) er þó nokkuð skemmtilegt merki. Hann er sjálfstæður, beinskeittur, framtaksamur og frelsiselskandi einstaklingur. Já, hrúturinn er svo sannarlega stakur. Hann þarf rými og frelsi til að æða áfram og gera hlutina eins og hann vill gera þá og ef þrengt er að honum getur hann orðið agressívur og leiður.

Hrúturinn og ástin

Nú er dagur Valentínusar að ganga í garð og því ekki óviðeigandi að fjalla örlítið um ástina. Í sambandi þarf hrúturinn maka sem gefur honum frelsi til að athafna sig og huga að sjálfstæði sínu, það er fátt hrútinum mikilvægara en sjálfstæði. Hann þarf að fá að vera einstaklingur í sambandi. Hrúturinn á erfitt með að skilja fólk sem er feimið eða til baka og hann hrífst ekki af teprum. Hann er líka svo rosalega beinskeittur, hvatvís og blátt áfram að hann þarf maka sem hefur bein í nefinu, getur ögrað honum og tekið þátt í ævintýrum hans. Þar sem hrúturinn hefur ekki mikið úthald þarf samband hans að vera stöðug áskorun. Hrúturinn hefur gaman að því þegar daðrað er við hann, þegar honum er hrósað og að honum er dást. Hann vill vera númer eitt í lífi maka síns. Ástfanginn hrútur er mjög rómantískur og getur gengið langt til að heilla þá/þann sem hann elskar og ef að hrútur er ástfanginn af þér mun hann að öllum líkindum setja þig á stall. Þar sem hrúturinn er frumkvæður eldur vill hann fremur ganga á eftir maka sínum heldur en öfugt. Hann hefur gaman af leiknum, að þurfa að hafa fyrir því að heilla og eltast við þá/þann sem hann hrífst af.

Hrúturinn og kappsemin

Frumefnið hans er eldur og hann er frumkvæður. Það þýðir að hrúturinn sækir það sem hann vill en bíður ekki eftir því að hlutirnir gerist. Það þýðir líka að hann er mjög svo góður í að hefja verkefni og koma þeim af stað en ekki svo góður í að halda þeim gangandi eða að klára þau, hrúturinn er spretthlaupari, ekki lang. Ef hrúturinn stofnar fyrirtæki, ætti hann að koma því á laggirnar með sinni einstöku athafnaorku en leyfa svo steingeitinni að taka við keflinu. Hún er góð í að taka verkefni annarra og koma þeim endanlega í höfn. Þá hefur þú, hrúturinn, tíma til að æða í ný og meira spennandi verkefni, því allt sem er nýtt eða eitthvað sem markar upphaf á einhverju nýju heillar þig mjög. Hrúturinn er kappsamur en sá eiginleiki getur komið honum ansi langt.

Hrúturinn er alltaf að drífa sig eitthvert og hvert er hann alltaf að fara? Ég veit um fáa sem hafa jafn marga staði til að fara á innan dags og hrútinn. Ég hef stundum spáð í af hverju hrúturinn talar svona hratt, líklega helst það í hendur við hve  skoðana- og málglaður hann er en á sama tíma alltaf að drífa sig eitthvert.

Meira um hrútinn hér og hér.

Allir þeir hrútar sem ég man eftir að hafa komist í kynni við hafa snert líf mitt á góðan og áhrifamikinn hátt. Það er eitthvað við þetta „fútt“ í þeim sem ég dáist að.

Ég elska þig hrútur

Þú ert svo orðheppinn, fyndinn og fljótfær.
Svo rosalega bráður
og engum háður.
Þú vilt stjórna og leiða.
Svo langt frá því að vera einhver bleyða.
Gerðu okkur öllum hinum greiða
að vera nákvæmlega eins og þú ert.
Sjálfstæði þitt, frumkvæði og eldur er hrósvert.

En veistu hvað ég elska mest?
Það sem er alveg langbest?
Hláturinn þinn er svo innilegur, fagur og flottur.
Um það skal ég vera vottur.
Þegar þú hlærð, hlær allur líkaminn.
Algjörlega óhaminn.
Og að sjá einhvern hlæja svona innilega.
Fær mig til að tárast, hreinlega.
Því þegar einhver er svona sannur.
Svona gífurlega alvanur
að vera nákvæmlega eins og hann er.
Um allan líkamann gæsahúð fer.
Og fyrir það, hrútur, elska ég þig.
Það er bara þannig.

Höf. Fanney (29/01/19)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi