fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ingvar ásamt tveimur öðrum kærði séra Helga fyrir kynferðisbrot – „Gríðarlegur léttir að frásögnum okkar um misnotkun var trúað“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. september 2018 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2010 játaði Helgi Hróbjartsson, prestur og trúboði, fyrir fagráði um kynferðisbrotamál innan kirkjunnar að hafa framið kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum 25 árum áður. Brot Helga fólust annars vegar í kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í kynferðislegri áreitni. Ingvar Valgeirsson er einn þeirra manna sem kærðu Helga og segist Ingvar ávallt hafa vonað að hann væri eina fórnarlamb Helga, en tíminn hafi leitt í ljós að drengirnir sem Helgi leitaði á voru mun fleiri. Ingvar segist vera gríðarlega heppinn að ekki hafi farið verr í hans tilviki.

Ljósmynd: DV/Hanna

Þetta er brot úr stærra viðtali í DV sem kom út föstudaginn 31. ágúst.

„Gríðarlegur léttir að frásögnum okkar um misnotkun var trúað“

Á fimmtudagskvöldi í ágúst árið 2010 fékk Ingvar símtal frá æskuvini sínum, Bjarna Randver Sigurvinssyni, guðfræðikennara við Háskóla Íslands, sem á þeim tíma hafði starfað innan kirkjunnar, meðal annars sem aðstoðarmaður Karls Sigurbjörnssonar biskups.

„Þarna spurði Bjarni mig út í samtalið sem hann varð vitni að 24 árum áður, þegar ég svaraði Helga með stælum. Hann mundi að ég hafði verið mikið í kringum Helga á þeim tíma, en hafði svo tekið eftir að ég var farinn að forðast hann og talaði ekki eins vel um hann og áður. Bjarni spurði mig hvort að eitthvað hefði gerst milli mín og Helga þarna 24 árum áður,“ segir Ingvar. „Og ég man að ég svara: „Já ég ætla að segja þér hvað gerðist. Svo sagði ég honum söguna.“

Bjarni upplýsti þá Ingvar um að til hans hefði leitað maður og sá maður hefði orðið fyrir misnotkun af hálfu Helga. Segir Ingvar að Bjarni hafi í samstarfi við séra Guðmund Karl Brynjarsson brugðist skjótt við og var málinu komið í farveg og strax á mánudegi eftir símtalið við Bjarna, hafi Ingvar talað við fagráð kirkjunnar. „Gunnar Matthíasson, prestur hjá fagráðinu, talaði við mig og ég talaði við hann nokkrum sinnum, hann tók mér gríðarlega vel og gerði það sem ég hélt að yrði erfitt viðtal tiltölulega auðvelt.

Maðurinn sem leitaði til Bjarna var misnotaður af Helga áður en mitt tilvik átti sér stað. Ég veit ekki hversu oft Helgi misnotaði hann, en það var oftar en einu sinni og það var miklu, miklu verra en það sem ég lenti í og miklu, miklu verra en nokkur 14–15 ára strákur á að þurfa að upplifa,“ segir Ingvar, sem talaði sjálfur við manninn.

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“