fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Nýju NOKIA snjallsímarnir fá rífandi góða dóma: Er önnur gullöld að renna upp hjá gömlu stígvéla – og símaframleiðendunum?

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 28. maí 2018 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tækninerðir halda vart vatni yfir nýja Nokia 7 plus og Nokia Sirocco símunum sem komu nýlega á markað.

Af þeim sem skemmta sér við að gefa slíkum apparötum einkunnir gefa flestir næstum tíu stig, ef ekki fullt hús.

Endurkoma NOKIA hófst formlega í fyrra þegar fyrirtækið kynnti til leiks nýja snjallsíma og hafa vinsældirnar farið stigvaxandi síðan. Þar er sitthvað sem kemur saman en ætli feyknagóð myndavélalinsa sé ekki aðallega það sem heillar notendur símans og nýja kaupendur.

Ákaflega stutt er á milli þess sem fyrirtækið sendir frá sér nýjar uppfærslur af símunum sem gerir það að verkum að nýlegir og mjög góðir símar eru þannig alltaf á viðráðalegu verði. Á vef Vodafone.is kostar ódýrasti Nokia snjallsíminn 39.990 kr. en sá dýrasti, og nýjasti, er á 114.990 m.v. staðgreiðslu.

Hjá Nova.is kostar sami sími 109.990 m.v. staðgreiðslu og ódýrasti Nokia síminn þeirra er á 34.990 kr en Nokia 7 plus með 64 gb minni kostar 59.990 mv. staðgreiðslu.

Helstu eiginleikar nýja Nokia 7 plus eru eftirfarandi:

Myndavél: Dual 12 MP og 13 MP Carl Zeiss, DUAL LED-flass með autofocus og 2x optískur aðdráttur
Selfie-myndavél: 16MP með autofocus. Myndskeiðsupptaka í 2K og 1080P@30FPS
Símkerfisvirkni: GSM / HSPA / LTE
Skjár: 6 tommur, IPS LCD, 16M litir, 1080 x 2160 díla upplausn (403 PPD), Corning Gorilla Glass 3
Örgjörvi: Qualcomm SDM660 Snapdragon 660, 2,2 GHZ áttkjarna Kryo 260 og 1,8 GHz með Adreno 512-skjástýringu
Minni: 4GB vinnsluminni, 64GB geymsluminni ásamt microSD-kortarauf sem styður allt að 256GB
__

Aðrir þættir: Bluetooth 5.0, GPS og Wifi með 801.11 b/g/n
Stærðir: 158,4 x 75,6 x 8 mm
Þyngd: 183 gr

__

Á vefnum Lappari.is segir að Nokia 7 plus sé ef til vill púslið sem vantaði í heildarmyndina því fram til þessa hafi Nokia 3, 5 og 6 verið nokkuð þétt saman í vöruframboðinu og svo hafi hástökkvarinn Nokia 8 skákað flestum af betri flaggskipstækjunum á markaðnum.

„Nokia 7 plus er öflugur sími sem skilar sínu og er ekkert að velkjast í vafa með hvaða tilgangi hann þjónar. Þetta er gott tæki fyrir þá sem eru að leita að hæfilegu jafnvægi milli símvirkni og verðs og ekki skemmir að síminn lítur svakalega vel út og fer vel í vasa eða veski.“

Kannski er þetta eitthvað að prófa fyrir ykkur sem eruð að spá í að fá ykkur nýjan síma? Mögulega er hann jafn góður og 3310? 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“