fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
Fókus

Allt í rusli, brunaútsala og bók bönnuð fullorðnum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. apríl 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heyrst hefur:

*Að eitt af heitustu pörum bæjarins, Ellý Ármanns, frétta-, spá- og sjálfsköpuð listakona, og Hlynur Jakobsson, plötusnúður og einn af eigendum Hornsins, hafi tekið næsta skref í sambandi sínu. Þau keyptu forláta ruslatunnu í Costco. Systir Hlyns bað um að DV yrði látið vita, sem að sjálfsögðu deilir þessu þarfa, en oft misskilda skrefi, í hverju sambandi áfram. Munum að flokka!

*Að starfsmannafélag Fjármálaeftirlitsins hélt röð örfyrirlestra, sem haldnir voru af starfsmönnum, í hádeginu alla síðustu viku í tilefni árshátíðar fyrirtækisins. Hugmyndin að baki fyrirlestraröðinni var að fræðast en jafnframt að gefa starfsmönnum tækifæri til að deila alls konar sögum um bakgrunn, reynslu og fleiri leynda hæfileika og áhugamál. Víða var komið við í fyrirlestrunum, enda fólk með ýmsan bakgrunn sem starfar hjá FME: Förðun og Smink – Skyggingar (contour), Listin að baka úr súrdeigi, Að alast upp í Mið-Austurlöndum, Reynslusaga frá Ólympíuleikunum, Ræðumennska og framkoma í ræðustól, Reynsla mín sem fangavörður og svo að sjálfsögðu Hver vinnur Eurovision 2018?
Árshátíðin var síðan haldin síðastliðinn laugardag í sal Ferðafélagsins í Mörkinni og mættu starfsmenn glæsilegir til fara, enda búnir að læra allt um „contour“ í vikunni, og skemmtu sér konunglega meðal annars við tóna eldri Eurovision-laga í meðförum Ingós veðurguðs og félaga.

*Að nýjasta bók glæpasagnahöfundarins Stefáns Mána fáist ekki keypt, né heldur verði hún aðgengileg fyrir einstaklinga eldri en 16 ára. Bókin Náttfiðrildi er gefin út af Menntamálastofnun og um er að ræða glæpasögu/morðgátu sem Stefán Máni skrifaði sérstaklega fyrir stofnunina og er ætluð börnum og unglingum á miðstigi grunnskóla. Foreldrar barna á grunnskólaaldri verða því að hvetja börnin til að fara á safnið, fá bókina að láni og lesa hana eftir að þau eru sofnuð. Við hin sem eigum ekki börn á grunnskólaaldri verðum líklega að hringja í vin!


Mynd: Stefán Máni/Atli Þór.

*Að Margrét Friðriksdóttir hafi tekið sumarhreingerninguna snemma og auglýsi nú hina ýmsu muni í hinum frábæra hóp Brask og brall á Facebook, þar sem eins og nafnið gefur til kynna má braska með alls konar. Á meðal þess sem Margrét leitast við að losa sig við er útskorið  Victorian-borðstofuborð og 4–6 stólar í stíl en settið var flutt inn frá Ítalíu á sínum tíma og antík staup, sem eingöngu hafa verið notuð til skrauts. Kannski þau eignist nýjan eiganda sem notar settið til drykkjar.

*Að hjartaknúsarinn og sex barna faðirinn Brad Pitt hafi fundið ástina á ný í örmum prófessorsins Neri Oxman, sem kennir við MIT-háskólann í Massachusetts. Þau hafa verið að hittast síðan í nóvember í fyrra og hefur margoft sést til Pitt koma í íbúð hennar að kvöldlagi og yfirgefa hana að morgni eftir að Oxman er farin af stað til kennslu. Pitt er meira að segja kominn með eigin lykil, mikilvægt sambandsskref!
Pitt, sem er 54 ára, hefur verið einhleypur síðan hann skildi við Angelinu Jolie í september árið 2016. Nýja kærastan eldar ekki og hefur Pitt séð um þá deild í sambandinu eða séð um að panta uppáhaldsrétti hennar frá nærliggjandi veitingastöðum. Þau hafa einnig ferðast saman og í febrúar fylgdi Pitt henni á ráðstefnu í Suður-Afríku þar sem Oxman var einn fyrirlesara.
Samkvæmt heimildum heilluðu þau hvort annað upp úr skónum strax við fyrstu kynni og Oxman sem var þá í sambandi með öðrum manni „dömpaði“ honum um án tafa fyrir Pitt.

*Að hjónin Sigmar Vilhjálmsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunar, og Bryndís Björg Einarsdóttir séu skilin eftir 20 ára samband, en þau búa nú hvort á sínum staðnum í Mosfellsbæ. Á sama tíma fagnar „barn“ Sigmars og félaga, Fabrikkan, átta ára afmæli sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flotta fólkið lét sig ekki vanta í opnunarpartý Bubblur og Beyglur

Flotta fólkið lét sig ekki vanta í opnunarpartý Bubblur og Beyglur
Fókus
Fyrir 6 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 1 viku

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“