fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

8 bestu heilsuráðin fyrir jólin

Sara Barðdal Þórisdóttir
Miðvikudaginn 26. desember 2018 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt leiðinlegra en að borða yfir sig og upplifa uppþembu, þreytu og slen. Eins yndisleg og jólin eru þá eru þau bara nokkrir dagar og svo tekur hversdagsleg rútínan við. Ég stórlega efast um að margir vilji byrja nýja árið með nokkrum aukakílóum, orkuleysi og þreytu – er það nokkuð?

Hafðu þessi frábæru jólaráð í huga yfir hátíðirnar og skoraðu á sjálfa þig að fylgja einhverjum þeirra.

1. Ekki kúfylla diskinn eða narta inn á milli!

Þegar þú ert í veislu, ekki byrja á því að narta í allt, því þá er erfitt að átta sig á því hvað þú ert að innbyrða mikið. Fókusaðu á félagsskapinn og njóttu þín. Þegar eitthvað lítur sérstaklega girnilega út, fáðu þér. Settu allt það á diskinn sem þig langar að smakka, en hafðu skammtastærðirnar í huga. Við þurfum ekki að gúffa í okkur mörgum diskum af mat af því hann smakkast vel. Reynum frekar að njóta hvers bita og virkilega upplifa matinn í núinu. Þannig finnur þú fyrir seddunni áður en þú hefur borðað yfir þig. Það er miklu heilbrigðara fyrir þig og þú munt njóta veislunnar enn betur eftir á.

2. Er þetta raunverulega þess virði?

Gott er að spyrja sjálfa sig þessarar spurningar: „Er þetta virkilega þess virði að setja allan sykurinn, hvíta hveitið og smjörlíkið inn fyrir varirnar?“ Og veltu fyrir þér hvort það verði líka þess virði eftir á þegar þú upplifir mögulega orkuleysi, uppþembu og magaverk?
Oftar en ekki, er svarið nei. En ef svarið er já, veldu þá bitann vel, hugsaðu um skammtastærðina, borðaðu hægt og njóttu bragðsins til enda. Allsstaðar þar sem þú kemur mun eitthvað gotterí vera í boði, veldu það vel sem þú vilt gæða þér á með góðri samvisku, en þú þarft ekki að úða í þig öllu sem í boði er, hvar og hvenær sem er. Það er ekki þess virði.

3. Hreyfðu þig á hverjum degi!

Hreyfðu líkamann daglega yfir hátíðarnar! Í alvöru talað, þér mun líða svo miklu betur! Ég skora á þig að setja þetta í forgang og ef þig vantar hugmyndir að snöggum heimaæfingum, þá birtust fjórar jóla HIIT æfingar sem tekur bara innan við 10 mínútur í Jóladagatali HIITFIT í desember. Smelltu hér til þess að nýta þér þær yfir hátíðirnar, en þú finnur Jóladagatalið á síðunni út öll jólin, fram til þrettándans.
**psst… þú finnur æfingarnar í gluggum 3, 11, 17 og 21!

4. Fylgstu með hvaða áhrif maturinn hefur á þig!

Taktu eftir því hvernig þér líður eftir hverja máltíð, hvernig eftirrétturinn fer í magann á þér og hvaða fæðutegundir eru í hverri máltíð. Sumt hefur nefnilega alls ekki góð áhrif á okkur og ættum við því að reyna að forðast þá hluti eins og heitan eldinn. Með því að vera meðvitaðri um áhrif fæðunnar getum við tekið upplýstari og betri ákvarðanir fyrir líkama okkar – og liðið betur fyrir vikið.

5. Drekktu vatn eins og þér sé borgað fyrir það!

Taktu þetta ráð alvarlega! Vertu ótrúlega dugleg að drekka vatn, vertu ávallt með glas við höndina eða flotta vatnsbrúsann þinn uppi við. Jólamaturinn er oftar en ekki ótrúlega saltur og vel sykraður og þá þarftu aldeilis að setja vatnsdrykkjuna í fimmta gír. Þetta ráð mun hjálpa líkama þínum að vinna og hreinsa út allan þennan jólamat og þér mun líða svo miklu betur.

6. Borðaðu eitthvað grænt daglega!

Ekki gleyma þessu góða og græna í öllum hátíðarmatnum. Grænmetið gefur þér næringuna og orkuna sem þú þarft á að halda – þó það séu jól – og hjálpar við að hafa hemil á sykurpúkanum. Fáðu þér grænt boost eða salat inn á milli og það mun einnig hjálpa þér að borða ekki yfir þig í veislunni.

7. Slepptu eða takmarkaðu gosdrykkju!

Það er slæmt að borða sykurinn en það er hinsvegar ekkert verra en að DREKKA sykurinn! Gosdrykkir er stútfullir af sykri – þar sem bæði malt og appelsín tróna á toppnum yfir sykurmestu gostegundirnar – sem fer beint inn í kerfið þitt með tilheyrandi blóðsykurskorti og slatta af tómum kalóríum sem gera ekkert fyrir þig.
Gosdrykkja er einmitt einn þeirra hluta sem ég myndi reyna alveg sleppa, en ef þú vilt ekki taka þetta hátíðarráð alla leið veldu þá að fá þér minna magn en vanalega. Kannski geturðu látið eitt glas af malti og appelsíni duga í gegnum veisluna og fáðu þér svo nóg af vatni og/eða sódavatni með. Hafðu það sem reglu að drekka alltaf eitt vatnsglas fyrir máltíð! Sjáðu hér hvað við sögðum um vatnsdrykkju í Jóladagatali HiiTFiT.

8. Hafðu framtíðar markmiðin þín í huga!

Hugsaðu reglulega um markmiðin þín og hvert þú vilt stefna. Hefurðu verið dugleg að æfa allt árið eða breytt um lífsstíl? Langar þig að vera heilbrigðari og líða betur? Hvar sem þú ert stödd á þessu ferðalagi hafðu í huga hver heilsumarkmiðin þín eru. Jólin eru rétt byrjuð þegar þau eru svo búin og þá er allt í einu komið nýtt ár. Ekki skemma fyrir framtíðar-þér og gefa þér afslátt með: „Ég næ þessu af mér í janúar“ hugsun – hvernig hefur álíka hugsun þjónað þér hingað til? Taktu frekar ákvörðun um að mæta nýja árinu heilbrigðari en áður, taktu ákvörðun sem gerir sjálfri þér gott og kemur þér lengra.

– Hafðu þessi örfáu ráð í huga á næstu dögum og vonandi hefur þessi stutta lesning gefið þér fleiri hugmyndir og hvatningu svo þú munir eftir heilsunni yfir hátíðarnar og njótir þeirra í góðu jafnvægi!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar