fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Jólasýning Svansins í Tjarnarbíói – Jólagleði sem sprengir alla stærðarskala

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spunahópurinn Svanurinn býður upp á tvær sýningar í Tjarnarbíó fyrir jólin, 20. og 21. desember kl. 20.30.

Stress? Rétt fyrir jólin? Hvernig væri þá að kíkja á jólasýningu Svansins og hlæja smá? Svanurinn verður í svaka stuði. Það verða dansar, söngvar og að sjálfsögðu spunagrín sem er búið til á staðnum og aldrei aftur endurleikið! Allt getur gerst! Kannski kemur jólasveinninn! Kannski verður helgileikur! Kannski fá allir piparkökur! Kannski fá ekki allir piparkökur en geta samt kannski keypt sér piparkökur á barnum! Eða kannski verða ekki piparkökur á barnum en þá er líka bara hægt að koma með sínar eigin piparkökur!

Svanurinn er spunahópur sem samanstendur af einhverjum reynslumestu spunaleikurum landsins. Allir eru þeir meðlimir í sýningarhóp Improv Ísland og hafa verið að kenna og sýna spuna í nokkur ár. Svanurinn hefur komið fram með Improv Ísland og sem sjálfstæður hópur á spunahátíðum á Íslandi, í Danmörku og í Bandaríkjunum. Meðlimir Svansins eru mikil jólabörn og því ætla þeir að gera sitt allra besta til að koma áhorfendum í jólaskap þegar mest á reynir, á hápunkti jólastressins.

Þetta er fjórða árið í röð sem Svanurinn stendur fyrir jólasýningu en viðburðurinn hefur sífellt farið stækkandi. Þetta árið verður sýningin auðvitað algjör jólasprengja á stærðarskala sem aldrei hefur sést áður.

Fram koma: Adolf Smári Unnarsson, Guðmundur Einar, Guðmundur Felixson, Máni Arnarson, Ólafur Ásgeirsson og Pálmi Freyr Hauksson. Tæknimaður: Stefán Ingvar Vigfússon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“