fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Tónlistarmaður mánaðarins María Agnesardóttir – Söng lag Beyoncé í minningarmyndbandi

Babl.is
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn birti Minningarsjóður Einars Darra myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna fíkniefnaneyslu. María Agnesardóttir við myndbandið lagið ,,I was here”, sama lag og Beyoncé söng í samnefndu myndbandi sem var birt á Alþjóða mannúðardegi Sameinuðu Þjóðanna árið 2012.

Þar að auki söng María lagið á Kærleiksviðburði Minningarsjóðsins sem var haldinn 3. nóvember. ,,Ég var beðin um að syngja þetta lag við undirleik gítars og mér leist mjög vel á það. Við fengum síðan fullt af fólki með okkur í lið og Vignir Snær Vigfússon spilaði á gítarinn. Hann tók líka lagið upp sem tók bara hálftíma.”

Á meðan Beyoncé söng við myndband af sjálfboðaliðum að sinna mannúðarstörfum til að hvetja fólk til að gera góðverk fyrir annað fólk, þá var tilgangurinn með myndbandi Minningarsjóðsins að sýna að á bak við dánartölur vegna fíkniefnaneyslu eru manneskjur sem fólki þykir vænt um.

Ég hef fengið ótrúlega mikið af skilaboðum frá frændum, frænkum og fólki sem ég þekki ekki einu sinni, að myndbandið hafi höfðað til þeirra því þau misstu ástvini úr ofneyslu. Það er hræðilegt hvað margir tengja við þetta.

María hefur sungið frá því hún fæddist, og segir að þegar hún var yngri fengu ættingjar hennar alltaf disk með henni að syngja hin ýmsu lög.

Kærasti Maríu, Steinar Baldursson, er líka tónlistarmaður. ,,Hann hjálpar mér sjúklega mikið við að semja lögin og ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Það er mjög krúttlegt hvernig við kynntumst. Hann var í ræktinni þegar þjálfarinn hans bað hann um að koma fram því hann sagði að hann yrði að heyra í þessari stelpu í útvarpinu. Þá var ég að syngja lag með Nirvana á X-inu. Hann senti mér svo skilaboð í kjölfarið því hann vildi gera lag með mér.”

María hafði nefnilega keppt í Ísland Got Talent árin 2015 og 2016, og komst í úrslitin síðara árið. Þar vakti hún mikla athygli og spilaði hér og þar.

,,Í fyrra skiptið tók ég þátt með afa mínum sem spilaði á gítar. Ég var 14 ára og hann 58 ára. Það var sjúklega gaman. Síðan ákvað ég að fara aftur því það ár var síðasta árið sem Ísland Got Talent var sýnt. Þá ýtti Ágústa Eva, sem var að dæma keppnina, á Gullhnappinn þegar ég var að syngja, sem þýðir að ég fór beint í úrslit,” en hver dómari mátti bara ýta einu sinni á Gullhnappinn í allri keppninni. ,,Ég bjóst ekkert við að ég myndi ná svona langt í keppninni,” en María segist hafa verið drullustressuð í áheyrnarprufunni.

Gætirðu hugsað þér að taka þátt í sambærilegri keppni aftur og Ísland Got Talent?

Nei. Ég tók þátt í svo mörgum svona keppnum á þessum tíma. Ég tók líka þátt í Hæfileikakeppni Íslands, Samfés og öllu. Ég veit líka hvað þessar keppnir eru feikaðar. Öll samtölin eru uppsett. Þeir festa á þig míkrafón og segja þér hvað þú átt að segja. Síðan í söngkeppnum eins og Samfés er alltaf sama stelpan valin. Það er alltaf einhver með ótrúlega sterka rödd en aldrei neinn með sérstaka rödd. Ég er svolítið búin að missa trúna á svona keppnum.

Voru keppendur í Ísland Got Talent einhvern tímann beðnir um að grenja í þykjustunni?

Nei, ég held fólk ætti mjög erfitt með að feika það. En einhver átti kannski að segja vissan brandara og síðan áttu allir að hlæja. Ég sagði hinsvegar að ég gæti það ekki. Síðan eru áhorfendur líka beðnir um að segja eitthvað eða hlæja að einhverju. Í hléinu á áheyrnarprufunni minni var ein vinkona mín beðin um að segja: ,,Af hverju er Bubbi svona strangur?” og önnur beðin um að segja: ,,Ljósið skín á skallann á honum.” Þetta er allt svo sviðsett.

Hvað gerist þá ef þú ert hræðilegur leikari? Ertu bara rekinn?

Þá er það bara klippt út.

Maríu finnst Ísland vera of fámennt til að geta haldið svona keppnum uppi til lengdar. ,,Eftir tíu ár þá væru flestir Íslendingar búnir að keppa eða myndu þekkja einhvern sem hefur keppt, og vita þá alveg hvernig þetta er í alvörunni. Mér finnst að við ættum ekki að beinþýða fleiri svona keppnir, þær virka ekki alveg hér.”

Eftir að Ísland Got Talent fíaskóinu var lokið og eftir að hafa komið fram á fjölmörgum tónleikum ákvað María að einbeita sér meira að skólanum. Hún ætlar hins vegar að koma sér aftur á sjónarsviðið og fara að spila meira. ,,Ég er að fara að spila næst í Mathúsi Garðabæjar á jólahlaðborðinu þar, og stefni á að birta ein til tvö ,,cover” lög á viku á Instagram við gítar.”

Síðan segir hún að það sé ekki langt í að hún gefi út sín eigin lög.

Ég er bara að vinna í því að finna rétta fólkið með mér. Ég hef aldrei gefið neitt út áður og vil gera það rétt. Það eru svo margir sem gefa út fyrstu lögin sín og sjá svo eftir að hafa gert það eftir nokkur ár. Ég vil ekki að það gerist. Ég vil frekar taka mér góðan tíma í fyrstu lögin mín.

María myndi lýsa tónlist sinni sem einlægri kósýtónlist. Það verður spennandi að fylgjast með henni, en það er hægt að gera á Instagram síðu hennar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði
Fókus
Í gær

Dóri DNA sviptir hulunni af gríni Önnu Svövu – Þetta sagði hún um Reykjavíkurdætur

Dóri DNA sviptir hulunni af gríni Önnu Svövu – Þetta sagði hún um Reykjavíkurdætur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annað kynferðisbrotamál Spacey fellt niður – Ákærandinn bráðkvaddur

Annað kynferðisbrotamál Spacey fellt niður – Ákærandinn bráðkvaddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haraldur Reynisson látinn

Haraldur Reynisson látinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park