fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimasíðu Markhóll markþjálfunar skrifar Fanney Sigurðardóttir um stjörnumerkin og klæðaburð þeirra.
Finndu þitt rísandi merki

Þegar við hugsum um stíl og útlit horfum við til rísandi merkis. Rísandi merki er það merki sem hefur mest áhrif á hvernig þú sýnir þig heiminum, yfirborðið. Sólarmerkið ræðst af afmælisdegi þínum og segir til um grunneðli þitt og lífsorku. Til að finna þitt rísandi merki geturðu notast við fæðingarkort á síðu Gunnlaugs Guðmundssonar, stjörnuspekings. Taktu eftir að það er mjög mikilvægt að slá inn réttan fæðingartíma. Ég fæddist kl. 05.39 og er því rísandi bogmaður. Ef ég set inn 07.00 er ég rísandi steingeit. Tvö ákaflega ólík merki. Finndu þitt rísandi merki á síðu Gunnlaugs hér.

Fjórða merkið er Steingeitin 22. desember – 19. janúar

Rísandi steingeit er vanalega lítil og nett, ef ekki lítil þá klárlega nett. Hún lítur út fyrir að vera eldri þegar hún er yngri, en yngri þegar hún er eldri. Grannur háls, þrýstinn munnur, hvítar tennur, vel lagaðir fótleggir og smáir fætur eru einnkennandi fyrir konur í rísandi steingeit. Þá brosir hún sjaldan og á það til að hnykla brýnnar.

Rísandi steingeit hefur dýpt í andliti sínu. Dæmi um það eru ljóshærðar steingeitur. Þær eru líklegar til að hafa náttúrulega dökkar augabrúnir og eða áberandi djúp eða björt augu, samanber Carmen Electra. „Contrast“ í andliti er hér lykilorð. Þetta útlitseinkenni leyfir rísandi steingeit að klæðast fatnaði sem er dálítið „intense“, það er hún getur klæðst fatnaði sem er mikið sniðin og í sterkum litum en á sama tíma klassískur og fágaður. Ekki er mælst til þess að rísandi steingeit klæðist hálfum litum, eins og pastel. Rísandi steingeit þarf ekki mikið til að vekja athygli, hún þarf ekki klikkaðan óhefðbundinn stíl til þess.

Konur í rísandi steingeit þykja alveg einstaklega smekklegar í klæðaburði. Kíkjum aðeins á það.

Rísandi steingeit, Carmen Electra.

Rísandi steingeit þarft ekkert skraut

Beinabygging kvenna í rísandi steingeit er vanalega hvöss eða skörp. Þess vegna myndi ég aldrei klæða rísandi steingeit í loftkennda prinsessukjóla með dúllum. Elsku rísandi steingeit þú lítur svo vel út í stílhreinum „skrifstofufatnaði“ eins og í flottri aðsniðri dragt eða eitthvað í þeim dúr. Í fatnaði sem hjálpar þér að klífa metorðastigann í stjórnmálum eða stórri samsteypu. Steingeitur í sól eru metnaðarfullir klifrarar og því er ekki óalgengt að þær ykkar með rísandi steingeit í sínu stjörnukorti birtast út á við í takt við það.

Þegar við lítum á stíl er einnig hægt að horfa á sólarmerkið og tunglið en þau merki geta gefið okkur vísbendingu um hverju þú dregst að.

Steingeit er jörð. Því eiga kósí jarðlitir vel við hana. Litir eins og svartur, navy blár, navy grænn og aðrir dökkir hlutlausir litir fara rísandi steingeit best. Ekki of mikið skraut, við skulum ekki hafa of mikið að gera í skrautdeildinni. Pífur, stelpuleg föt og pokalegur fatnaður eiga ekki vel við rísandi steingeit. Hún vill sjá sniðin, föt sem haldast að líkamanum og eru byggð upp á stílhreinan skipulagðan máta. Jafnvel þegar kemur að ræktarfötum leggur hún áherslu á línur í sniði og fatnað sem helst að líkamanum. Rísandi steingeit er hrifin af lögum. Ef hún ætlar að klæða sig í lögum þá er best að þau séu þunn svo hún líti ekki út fyrir að vera hreinlega dúðuð.

Gisele Bündchen er alltaf glæsileg en sem rísandi steingeit fer henni best að vera ekki hlaðin of miklu skrauti og forðast liti sem eru „hálfir“ eins og pastel eða coral. Silfur kjóllinn fer Bündchen einstaklega vel, liturinn, sniðið: Hentar fullkomlega.

Þegar ég tala um jörð og jarðliti þá er ég ekki að vísa í bohemian-hippa-stíl, langt frá því. Sandalar, ponsjó og fullt af skarti? Ekki svo mikið rísandi steingeit. Jörð er meira gallabuxur og skyrta með fráhnepptum kraga. Látlaust skart eins og einfaldur hringur hittir beint í mark hjá rísandi steingeit sem og flottir hvítir leðurstrigaskór. Há klassísk stígvél! Jafnvel sniðin eins og reiðstígvél fara rísandi steingeit virkilega vel. Þau þurfa að vera glæsileg og fáguð því smáatriðin skipta rísandi steingeit máli líkt og steingeitum almennt. Belti, kasmír peysa, þykkt eyrnaband og vel sniðinn frakki!! Rísandi steingeit getur gengið rauða dregilinn í frakka í stað galakjóls og komist upp með það. Yfirleitt lítur rísandi steingeit betur út í beige eða kremuðu fremur en hvítu.

Þegar við lítum á stíl er einnig hægt að horfa á sólarmerkið og tunglið en þau merki geta gefið okkur vísbendingu um hverju þú dregst að. Til að finna tunglið þarftu einungis afmælisdag, ár og stað. Tunglið eru tilfinningar og skap. Sólin er grunneðli þitt og lífsorka. Langbest er samt að horfa á rísandi merki til að fá sem skýrustu mynd af yfirborðinu.

Meðfylgjandi myndir sýna Hollywood konur í rísandi steingeit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt