fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fókus

Leðurblökumaðurinn eflir lestur ungmenna

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndasögu- og ofurhetjuséníin hjá Nexus hefja útgáfu þýddra myndasagna á næstunni. Upphaf þessa verkefnis felur í sér útgáfu á stórvinsælum og áður óútgefnum sögum um Batman, eða Leðurblökumanninn eins og hann er gjarnan kallaður. Um er að ræða metnaðarfulla tilraun hjá teyminu innan veggja Nexus til að stuðla að meiri lestraráhuga ungs fólks.

„Með tilliti til þróunar og umræðu undanfarinna ára í tengslum við minnkandi yndislestur ungs fólks, og sérstaklega ungra drengja, teljum við að framboð á lestrarefni af þessum toga gæti átt þátt í að bæta okkur í þeim efnum,“ segir Haraldur Hrafn Guðmundsson og tekur fram að gríðarleg undirbúningsvinna hafi farið í þetta verkefni.

Haraldur starfar sem þýðandi og stendur að þessu nýja verkefni ásamt þeim Pétri Yngva Leóssyni myndasögusérfræðingi og Gísla Einarssyni, forstjóra Nexus. Til stendur að gefa út sex bækur, eina á mánuði, og verður fyrsta bókin gefin út í desember. Hver bók er rúmlega 100 blaðsíður með allt að fimm sögum hver. Til að gefa lesendum forsmakk á íslenska Leðurblökumanninn verður gefið út sérstakt fríblað í Nexus á föstudaginn, degi íslenskrar tungu.

Haraldur (Krummi) og Gísli í góðum fíling.

Hann bætir við að Menntamálaráðuneytið hafi fyrir stuttu síðan styrkt útgáfu bóka í tengslum við knattspyrnu vegna góðs árangurs íslenska landsliðsins að undanförnu. „Þó svo að hún sé vinsæl, þá er það hins vegar svo að knattspyrna er ekki allra,“ segir Haraldur. „Við viljum reyna að ná til þeirra sem ekki hafa áhuga á fótbolta.“

Myndasögur eru viðurkenndar sem kennsluaðferð, að sögn Haralds, og í seinni tíð hafa þær rutt sér til rúms sem mun vandaðri bókmenntir en áður fyrr. „Það er nú orðið svo að enska orðið „comics“ sem alla jafna er notað yfir myndasögur nær ekki endilega yfir þær sögur og bækur sem verið er að gefa út, og eru þær frekar kallaðar „graphic novels“, eða myndrænar skáldsögur,“ segir Haraldur.

„Textinn og sagan getur þó verið alveg jafn vandað og í hefðbundnum bókmenntum, þó að vissulega sé ekki um jafn mikinn texta að ræða. Það að hvetja unga lesendur sem ekki lesa sér til yndisauka, hvort sem er vegna skorts á áhuga eða vegna lestrarörðugleika, til að lesa myndasögur getur svo virkað sem eins konar brú yfir í hefðbundnari form bókmennta þar sem búið er að brjóta á bak aftur hugsanlegan ótta og jafnvel andúð á bókum.“

En hvers vegna varð Leðurblökumaðurinn fyrir valinu?

„Segja má að Leðurblökumaðurinn sé krúnudjásn myndasagnanna og því teljum við réttast að byrja á honum. Þetta er tvímælalaust ein elsta og frægasta persóna myndasagnaheimsins,“ segir Haraldur. „Pétur Yngvi, myndasögusérfræðingur Nexus, hefur raðað saman sögum sem mynda einn samfelldan sagnabálk sem hefur áður ekki verið gefinn út í heild sinni. Þetta eru framhaldssögur, sem gerir það að verkum að lesandinn bíður spenntur eftir næsta hefti, og hvetur þannig til lestrar, gerir lestur spennandi og jafnvel eftirsóknarverðan.“

Haraldur bætir einnig við að þó markmiðið sé að auka lestur ungra drengja, hefur hópurinn það að sjálfsögðu í hyggju að gefa út myndasögur sem eru miðaðar að stúlkum, þar sem hetjurnar eru sterkar og sjálfstæðar konur, en ekki eingöngu sterkir karlar.

„Svo er markmiðið líka að gefa öllum krökkum í 7. – 10. bekk fríblaðið,“ segir Haraldur.„Margir skólar um allt land taka þátt í þessu með okkur og ætla að hjálpa okkur að dreifa því til krakkanna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var tvisvar grafin lifandi – Skelfileg örlög Alice

Var tvisvar grafin lifandi – Skelfileg örlög Alice
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andrés prins brjálaður ef bangsarnir eru ekki á réttum stað – Hallarstarfsfólk skikkað í sérstaka þjálfun í uppröðun

Andrés prins brjálaður ef bangsarnir eru ekki á réttum stað – Hallarstarfsfólk skikkað í sérstaka þjálfun í uppröðun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kostir hláturs – Flissaðu heilsuna í lag

Kostir hláturs – Flissaðu heilsuna í lag
Fókus
Fyrir 3 dögum

George var aðeins fjórtán ára – Átakanleg saga barnsins í rafmagnsstólnum

George var aðeins fjórtán ára – Átakanleg saga barnsins í rafmagnsstólnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dakota Johnson bregst við því að vera dregin inn í mál Johnny Depp

Dakota Johnson bregst við því að vera dregin inn í mál Johnny Depp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jenna Bush gagnrýnir „yfirdrifna“ afmælisveislu North West

Jenna Bush gagnrýnir „yfirdrifna“ afmælisveislu North West