fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Fjöldi fólks tapaði peningum vegna falsfréttar um Rúnar Frey – „Það var alveg glatað“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Freyr Gíslason leikari var gestur í fjórða þætti af Sítengd – veröld samfélagsmiðla sem sýndir eru á RÚV. Hann er einn af þeim einstaklingum sem notaðir voru í falsfréttir um Bitcoin, en Rúnar var sagður hafa grætt 250 milljarða króna í viðskiptum með Bitcoin.

Falsfréttir á íslensku um Rúnar Frey og fleiri þjóðþekkta Íslendinga, sem voru sagðir hafa grætt milljarða á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin, vöktu  talsverða athygli á samfélagsmiðlum í haust.

Sjá einnig: Íslensk kona féll í „Viðskiptabaðs“-gildruna

Rúnar segir að það hafi verið óþægilegt að nafn hans hafi verið notað, aðallega vegna þess að fjöldi fólks lét blekkjast og sumir hafi haldið að hann bæri einhverja ábyrgð.

„Það var alveg glatað, persónulega fannst mér það ekkert hræðilegt en ég fékk svo mikið af skilaboðum frá fólki sem trúði þessu og lét blekkjast og tapaði peningum og hélt að ég ætti einhvern þátt í þessu,“ segir Rúnar.

DV fjallaði ítarlega um Bitcoin-svindlið fyrr í haust. Kona sem féll næstum því í gildruna útvegaði blaðamanni símanúmer hjá aðilunum sem stóðu á bak við falsfréttirnar.

Númerið var svissneskt en er ekki skráð í símaskrá í landinu. Þegar blaðamaður DV hringdi í númerið var svarað hjá einhverju sem kallar sig Trade Capital. Sá sem svaraði í símann kannaðist ekki við selja Íslendingum Bitcoin eða aðra rafmynt og vildi ekki ræða samband Trade Capital við Heralded News. Vildi viðkomandi lítið gefa upp hvernig fyrirtæki Trade Capital er, en sagði það vera í Zurich. Átti blaðamaður að fá símtal innan skamms frá sölumanni, það símtal kom ekki.

Víða er varað við fyrirtæki sem kallar sig Trade Capital, á vef Forex kemur fram að höfuðstöðvar Trade Capital er hótelherbergi í Genf. Vefsíðan þeirra er svo skráð á Lozareo Group, félag með höfuðstöðvar í kráarhverfi Edinborgar, 151 fyrirtæki er skráð í sömu byggingu. Eigandi Trade Capital heitir Zafar Mavlyanov og kemur frá Úsbekistan. Samkvæmt vef ScamChargeBack eru fyrirtæki á borð við Trade Capital ekki raun að selja rafmynt heldur biðja þau um fjárfestingu og lofa fórnarlömbum sínum háum fjárhæðum síðar. Það fé skilar sér aldrei og fyrirtækin hætta að svara tölvupósti og loka símanúmerinu sínu.

Horfa má á innslagið með Rúnar Frey hér og á þáttinn í heild sinni hér.

Sítengd – veröld samfélagsmiðla er í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur. Þættirnir eru á dagskrá á RÚV á sunnudagskvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Góð ráð fyrir hlaupara: „Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt“

Góð ráð fyrir hlaupara: „Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Rapparinn og stjörnutálgarinn

Lítt þekkt ættartengsl: Rapparinn og stjörnutálgarinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli Örn tekst á við nýja áskorun: „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður“

Gísli Örn tekst á við nýja áskorun: „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis fædd – „Erum yfir okkur ástfangin“

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis fædd – „Erum yfir okkur ástfangin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapparinn Drengur: Erfiðast að grafa bróður minn

Rapparinn Drengur: Erfiðast að grafa bróður minn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“