fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Björg skrifaði ljóðrænu daglega í ár – „Sumir dagar voru erfiðari en aðrir“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Líklega gáfu ljóðrænurnar mér einna helst aðra sýn á hversdagsleikann, á daglegt líf mitt. Sömuleiðis þótti mér vænt um þegar vinir mínir véku sér að mér, bæði á samskiptamiðlum og í búðinni, og þökkuðu eða hrósuðu ljóðrænu dagsins, það var hvetjandi á allan hátt,“ segir Björg Björnsdóttir mannauðsstjóri Skógræktarinnar og bæjarfulltrúi á Egilsstöðum, sem hefur skrifað stuttan skapandi texta og birt á samfélagsmiðlum sínum hvern dag síðastliðið ár.

Í viðtali við Austurfrétt ræðir Björg um textagerðina, hvernig hugmyndin kviknaði og hvernig tókst til.

Ég hef alltaf haft gaman af texta, bæði lestri og skriftum. Þegar Herborg Eðvaldsdóttir, æskuvinkona mín héðan frá Egilsstöðum, var í meistaranámi sínu við Listaháskóla Íslands var ég svo heppin að fá að fylgjast með framgangi lokaverkefnis hennar sem fjallaði um flæði eða myndun flæðis í listsköpun. Niðurstöður ritgerðarinnar eru meðal annars þær að það, að kanna möguleika efnis í gegnum flæði, sé góð leið til að koma manni af stað í hugmyndavinnu, kveikja nýja hugsun og færa mann á nýjar og áður óþekktar slóðir. Eða í stuttu máli, stundum er ekki nauðsynlegt í upphafi ferðalags að vita hvert lokatakmarkið er. Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd, því þegar ég skrifa, veit ég yfirleitt hver niðurstaðan á að verða. Ég hef ákveðinn ramma í huga sem ég skrifa svo bara inn í. Mig langaði að reyna að brjótast út úr þessum ramma, örva hjá mér skapandi hugsanir með þessari aðferð flæðis og fyrir valinu varð að skrifa daglega í eitt ár stuttan texta sem ég kallaði ljóðrænu dagsins. Ég valdi að skrifa hverja færslu á twitter því þá var lengd textans afmörkuð. Hver twitter-færsla birtist einnig á fésbókarsíðu minni.

„Sumir dagar voru erfiðari en aðrir“
Hvernig gekk að halda sér að verki og klára áskorunina? „Það skal viðurkennt að sumir dagar voru erfiðari en aðrir. Þá rann það upp fyrir mér þegar ég ætlaði að ganga til náða að ég átti eftir að semja ljóðrænuna. Stundum komu hugmyndirnar af sjálfu sér, eitthvað sem ég hafði séð eða upplifað þann daginn, en stundum greip ég líka í tómt. Og þá reyndi ég að nýta mér þessa flæðishugsun, setti kannski niður eitt orð og beið svo rólega eftir því að sjá hvað það myndi fæða af sér.“

Hér að neðan má sjá síðustu ljóðrænur Bjargar

5. nóvember
Ég rifja upp hugarástandið. Sársauki, gleði, kyrrð, órói, vesöld, undrun og hamingja. Ramminn, kröftug öfl veraldarinnar. Ár í lífi konu. #ljóðrænadagsins

4. nóvember
Það snarkar í glóðunum og syngur í prjónunum. Úti er vetur. #ljóðrænadagsins

3. nóvember
Það kyngir niður snjó. Sporin mín eru fljót að hverfa en ég þumbast við, hring eftir hring. Allt kemur fyrir ekki. Náttúran hefur betur að þessu sinni. #ljóðrænadagsins

Hér má lesa viðtalið við Björgu í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði
Fókus
Í gær

Dóri DNA sviptir hulunni af gríni Önnu Svövu – Þetta sagði hún um Reykjavíkurdætur

Dóri DNA sviptir hulunni af gríni Önnu Svövu – Þetta sagði hún um Reykjavíkurdætur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annað kynferðisbrotamál Spacey fellt niður – Ákærandinn bráðkvaddur

Annað kynferðisbrotamál Spacey fellt niður – Ákærandinn bráðkvaddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haraldur Reynisson látinn

Haraldur Reynisson látinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park