fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Elín: „Krabbameinið setti lífið í samhengi“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 16:00

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Krabbameinið setti lífið í samhengi og ég áttaði mig á því hvað skiptir mig mestu máli. Það var ómetanlegt að finna stuðning og umhyggju fjölskyldu og vina og svo stækkaði vinahópurinn eftir því sem leið á því krabbamein tengir fólk saman,“ segir Elín Skúladóttir, en hún greindist með brjóstakrabbamein í apríl 2017. Bæði brjóstin voru fjarlægð sem og eitlar úr holhönd. Nú stendur yfir brjóstauppbyggingarferli og andhormónameðferð.

Elín er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Elín, sem er gift og þriggja barna móðir, segir að hún hafi farið í djúpa sjálfsskoðun snemma í ferlinu. „Í huga mér er fyrst og fremst þakklæti. Ég ákvað snemma í ferlinu að einbeita mér að því hvernig ég ætlaði mér að lifa lífinu og fór í djúpa sjálfsskoðun með það að markmiði að verða betri manneskja. Sjálfsskoðun og sjálfsefling er bæði erfitt og gefandi ferli sem endar í sjálfu sér aldrei. En ég er á réttri leið – og eins undarlegt og það kann að hljóma þá vakti krabbameinið mig.“

Öðrum konum sem eru að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð ráðleggur Elín að hugsa vel um sig: „Lífsstíll getur spilað stóran þátt meðferð og bata. Verið ykkar eigin besta vinkona.“

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Helgu í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“