fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Borgarleikhúsið – Opinn samlestur á Ríkharði III á morgun

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samlestur á Ríkharði III eftir William Shakespeare verður í Borgarleikhúsinu föstudaginn 26. október kl. 12.30. Hann er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Kristján Þórður Hrafnsson þýddi leikritið og verður þetta því opinber frumflutningur á splunkunýrri Shakespeare-þýðingu. Leikritið verður svo frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 29. desember.

 

,,Ég hlakka til að rúlla af stað í þennan ruddaslag,” segir Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. ,,Við erum með glænýja, ferska og mjög skiljanlega þýðingu í bundnu máli, flottan heim og frábæra leikara. Það er mikil gleði hjá okkur að bjóða fólki að hlýða á þennan fyrsta samlestur.”

 

Ríkharður III er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares og var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum. Leikritið segir frá baráttu valdasjúks manns sem svífst einskis til að ná æðstu metorðum – verða konungur Englands. Hann vílar ekki fyrir sér að myrða þá sem ryðja þarf úr vegi og kvænast rétt til að komast yfir krúnuna. Hann glímir við fimm kynslóðir kvenna sem gera allt sem þær geta til að hindra framgöngu hans. En hann er útsmoginn og óútreiknanlegur, tungulipur og eldsnöggur að hugsa. 

 

Hjörtur Jóhann Jónsson fer með hlutverk Ríkharðs III. ,,Það er ótrúlega spennandi að fara af stað í þetta verkefni enda er þetta hlutverk eitt draumahlutverka leiklistarsögunnar. Það er skemmtigarður fyrir leikara að takast á við þennan karakter,” segir Hjörtur Jóhann.

 

Aðrir leikarar í sýningunni eru Arnar Dan Kristjánsson, Davíð Þór Katrínarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldór Gylfason, Hilmar Guðjónsson, Jóhann Sigurðarson, Kristbjörg Kjeld, Sólbjört Sigurðardóttir, Valur Freyr Einarsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

 

Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru Ilmur Stefánsdóttir sem sér um leikmynd, Filippía Elísdóttir hannar búninga, Björn Bergsteinn Guðmundsson sér um lýsingu, Hrafnhildur Hagalín er dramtúrg, Daníel Bjarnason sér um tónlist, Valgerður Rúnarsdóttir er danshöfundur. Elín S. Gísladóttir sér um leikgervi og Baldvin Þór Magnússon um hljóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park
Fókus
Í gær

Guðfinna byrjuð með umdeildum dómara

Guðfinna byrjuð með umdeildum dómara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bryndís Líf kveikti í Instagram með þessari mynd: „Nei, halló má ég panta þig eitt kvöld?“

Bryndís Líf kveikti í Instagram með þessari mynd: „Nei, halló má ég panta þig eitt kvöld?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leoncie með nýjan slagara – Ástaróður til Donald Trump – Sjáið myndbandið

Leoncie með nýjan slagara – Ástaróður til Donald Trump – Sjáið myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telma stuðlar að grænni kvikmyndagerð: „Ég er vita gagnslaus í heimsenda“

Telma stuðlar að grænni kvikmyndagerð: „Ég er vita gagnslaus í heimsenda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sorgarferli að hætta að drekka: „Mér fannst allir dæma mig“

Sorgarferli að hætta að drekka: „Mér fannst allir dæma mig“