fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Halldóra: „Maður ræður hvernig maður tekst á við eigin veikindi og þarf að líta á þetta sem verkefni“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 12:00

Halldóra M. Steingrímsdóttir Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 „Ég er þakklátust fyrir þau í fjölskyldunni sem voru til staðar fyrir mig og leyfðu mér að takast á við þessi veikindi mín eins og ég vildi fá að takast á við þau. Síðan eru það vinkonurnar, vinkonuhóparnir og vinnufélagar sem skiptu miklu máli. En fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að vera enn lifandi og við góða heilsu á ný,“ segir Halldóra M. Steingrímsdóttir, sem greindist með brjóstakrabbamein í nóvember 2016.

Halldóra er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Halldóra M. Steingrímsdóttir
Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Halldóra fór í fjórar lyfjameðferðir og geislameðferð í kjölfar aðgerðar þar sem meinið var tekið og allir kirtlar undir vinstri handlegg og á þessum tímapunkti vildu hún einangra sig.

„Sumir tóku því persónulega að ég vildi einangra mig, fannst eins og ég vildi ekki leyfa þeim að taka þátt í lífi mínu rétt áður en ég væri mögulega að deyja. Það fannst mér svo sorglegt, því ég þurfti á þeim að halda á minn hátt, en þá höfðu þeir lokað á samskiptin. En flestallir voru einfaldlega í sjokki og vildu allt fyrir mig gera og leyfa mér að hafa hlutina eins og ég vildi.“

Halldóra vildi lækna sál, anda og líkama og sótti meðal annars námskeið hjá Krabbameinsfélaginu:

Ég vildi fyrirgefa sem flestum úr fortíðinni og reyna að sættast við hana. Ég er orðin þakklátari fyrir allt hið smáa í lífinu og bara flesta hluti eftir að hafa fengið annað tækifæri. Maður ræður hvernig maður tekst á við eigin veikindi og þarf að líta á þetta sem verkefni en alls ekki eitthvað sem þurfi að berjast við.

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Halldóru í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Parar myndir af léttklæddum áhrifavöldum við íslenska málshætti: „Barnið vex en brókin ekki“

Parar myndir af léttklæddum áhrifavöldum við íslenska málshætti: „Barnið vex en brókin ekki“
Í gær

Einar snýr aftur frá Hollywood til að búa til bíó

Einar snýr aftur frá Hollywood til að búa til bíó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefán Örn breytti fornbíl í sjónvarpsskenk

Stefán Örn breytti fornbíl í sjónvarpsskenk