fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

EurovisionSjá allar

Fókus

Páll hannaði fyrstu gylltu Bleiku slaufuna – Uppboð hefst í dag

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 09:30

Mynd: Íris Stefánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bleikan slaufan í ár er hönnuð af Páli Sveinssyni, sem er yfirgullsmiður Jóns & Óskars. Bleika slaufan fæst eins og hefðbundið er sem næla og silfurhálsmen. 

Í ár er hins vegar sú nýbreytni að Páll kom með þá hugmynd að hanna gullslaufu af Bleiku slaufunni. Er hún aðeins til í einu eintaki sem verður boðið upp á Facebook-síðu Bleiku slaufunnar dagana 10. – 12. október. Er hun til sýnis í verslun Jóns & Óskars á Laugavegi 61.

Bleika slauf­an í gulli. Fyrsta boð er 70.000 kr.

Bleikt boð verður haldið í versluninni í dag frá kl. 17-19 og getur fólk skoðað gylltu Bleiku slaufuna þar.

Jónsi í Svört­um föt­um mun syngja fyr­ir gesti, Mos­fells­bakarí sér um veitingar, Ölgerðin býður upp á drykki og fyrstu 50 sem kaupa Bleiku slauf­una í silfri fá gjafa­poka frá Essie.

Bleika slaufan í silfri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af