fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Krissi lét gamlan draum rætast: Barnaspítalinn naut góðverks á páskum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 19:30

Mynd: Kristján Aðalsteinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Aðalsteinsson, markaðsráðgjafi hjá Árvakri, hefur lengi átt sér draum, draum sem varð loksins að veruleika núna um páskana.

„Ég tók þátt í Facebookleik hjá Freyju og langaði mig að gefa Barnaspítala Hringsins páskaegg,“ segir Krissi. Hann vann hins vegar ekki í leiknum, en Pétur Thor Gunnarsson hjá Freyju hafði hins vegar samband við hann og bauðst til að gefa Krissa helling af sælgæti og eitt risa páskaegg, sem Krissi þáði.

 

Kristján og Pétur Thor.

Fór hann síðan og færði starfsfólkinu á Barnaspítalanum góðgætið: nokkur hundruð Drauma, Rís, karamellur og hlaupeðlur, ásamt fallegu risa páskaeggi.

„Starfsfólk Barnaspítalans tók afar vel á móti mér og ætlaði að deila góðgætinu á milli deilda um helgina. Það er ólýsanlegt að geta glatt þær hetjur sem þarna reyna ná heilsu og foreldra þeirra sem berjast þeim við hlið,“ skrifaði Krissi í Facebookfærslu um leið og hann óskaði vinum sínum gleðilegra páska og hvatti þá til að vera góða við hvert annað.

 

 

 

Kristján ásamt hluta starfsfólks Barnaspítalans.


Góðgætið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki