fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Vinstri stjórn Katrínar og Bjarna dauð – verður næsta stjórn skipuð Samfylkingu, Miðflokki og Viðreisn?

Eyjan
Sunnudaginn 1. september 2024 06:00

Ríkisstjórnin er ein brunarúst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er lengur um að villast. Vinstri stjórn Katrínar og Bjarna Ben er endanlega dauð eftir að nýjustu skoðanakannanir birtust. Samkvæmt Gallup frá því á föstudag yrði fjöldi þingmanna núverandi stjórnarflokka einungis 15 ef kosið yrði núna, en voru 38 þegar lagt var upp á dauðagöngu sem yfirstandandi kjörtímabil hefur verið fyrir stjórnarflokkana.

Orðið á götunni er að ekki sé lengur hægt að bjóða þjóðinni upp á að ríkisstjórnin sitji áfram við völd eftir að allar skoðanakannanir hafa sýnt í lengri tíma að hún er rúin trausti og fylgi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er komið niður í 25 prósent og hefur aldrei í sögunni mælst lægra. Það er hrein móðgun við lýðræðið að halda þessu áfram svona. Krafan hlýtur að vera að kosið verði sem fyrst því óhætt er að segja að nú ríki stjórnmálakreppa í landinu þó svo að við við völd sitji fylgislaus ríkisstjórn með meirihluta þingmanna á bak við sig.

Samkvæmt þessari nýjustu könnun Gallups mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,1 prósent fylgi og fengi 11 þingmenn kjörna. Nú hefur hann 17 þingmenn. Vinstri græn mælast áfram utan þings með 3,4 prósenta stuðning. Flokkurinn tapar því átta þingsætum og hyrfi af vettvangi. Framsókn mælist með sjö prósenta fylgi og fengi fjóra þingmenn kjörna, tapar níu þingsætum. Ef svo færi kæmu þessi fjögur þingsæti flokksins öll úr landsbyggðarkjördæmum og því næði flokkurinn engum þingmanni á höfuðborgarsvæðinu. Þar með töpuðust t.d. þrjú þingsæti sem nú eru skipuð ráðherrum flokksins. Ekki lítur þetta björgulega út.

Orðið á götunni er að sjálfstæðismenn hafi fram undir þetta neitað að horfast í augu við þessar köldu staðreyndir og verið á hröðum flótta undan raunveruleikanum. Dæmi um það er að einn af helstu forystumönnum flokksins sagði á fundum með hörðum flokksmönnum að hann hefði engar áhyggjur af ástandinu þegar hann var spurður að því hvernig flokkurinn ætlaði að fara inn í kosningar með ástandið eins og það er; fylgisleysi, verðbólgu, ofurvexti og bullandi óeiningu innan ríkisstjórnarflokkanna í afstöðu til flestra helstu mála. Hann sagði eitthvað á þá leið að forysta flokksins myndi nota tímann fram undan til að leiða kjósendum það fyrir sjónir hve vont það yrði fyrir þjóðina að fá hér vinstri stjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmi ekki sterkur út úr kosningum. Þá sagði einn fundarmanna:

„Halló, herra minn! Þið hafið verið burðarásinn í vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur og nú vinstri stjórn Bjarna Benediktssonar í sjö ár. Þessi vinstri stjórn er dauð og ef þið horfist ekki í augu við það þá fer enn verr fyrir Sjálfstæðisflokknum en þegar er komið fram.“

Samkvæmt nýjustu könnun Gallups fengi Samfylkingin 20 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 10 og Viðreisn sex. Samtals eru það 36 þingmenn. Er hugsanlegt að þessir flokkar myndi ríkisstjórn eftir kosningar? Allir hafa þeir gagnrýnt skefjalausa útþenslu ríkisútgjalda í tíð núverandi ríkisstjórnar. Allir vilja þeir koma böndum á flóttamannamálin og málefni útlendinga sem hafa verið í ólestri hin síðari ár. Allir vilja þeir öflugt atvinnulíf og að orkuöflun sé nægileg í landinu þótt náttúruverndarsjónarmiða verði jafnframt gætt. Allir vilja þeir efla heilbrigðiskerfið og takast á við þá vanrækslu sem einkennt hefur samgöngumál í landinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hver er þá vandinn? Mismunandi afstaða til samstarfs við erlend ríki og ríkjasambönd og vafalaust eitthvað fleira – sem væntanlega ætti að vera hægt að semja um.

Orðið á götunni er að kjósendur þyrsti í að skipta algerlega um forystu í landinu sem allra fyrst. Lúin og algerlega búin ríkisstjórn ósammála flokka hefur fyrir löngu lokið sínu hlutverki. Hún getur ekki haldið dauðagöngu sinni áfram. Hún verður að fara sem fyrst þannig að nýir aðilar geti látið til sín taka undir forystu Samfylkingarinnar sem kjósendur virðast nú treysta best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hann býr á leynilegum stað og hefur ekki verið ljósmyndaður síðan 1981 – Dælir peningum í Donald Trump

Hann býr á leynilegum stað og hefur ekki verið ljósmyndaður síðan 1981 – Dælir peningum í Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúar takast á – „Ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung“

Borgarfulltrúar takast á – „Ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór Ólason: Covid bjargaði ríkisstjórninni – drap næstum Miðflokkinn því stjórnmálaumræða hætti í tvö ár

Bergþór Ólason: Covid bjargaði ríkisstjórninni – drap næstum Miðflokkinn því stjórnmálaumræða hætti í tvö ár
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Viðreisnar segir flokkinn með rödd sem er ólík öðrum – „Erum dálítið sér á báti á hinum pólitíska ás“

Formaður Viðreisnar segir flokkinn með rödd sem er ólík öðrum – „Erum dálítið sér á báti á hinum pólitíska ás“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir bætast í hóp þeirra sem „grenja eins og stungnir grísir“ yfir gjaldfrjálsum skólamáltíðum

Segir bætast í hóp þeirra sem „grenja eins og stungnir grísir“ yfir gjaldfrjálsum skólamáltíðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá vill skólabörn aftur í kirkjurnar – „Fólk hef­ur jafn­vel þurft að sitja und­ir póli­tísk­um áróðri í sunnu­dags­mess­um“

Diljá vill skólabörn aftur í kirkjurnar – „Fólk hef­ur jafn­vel þurft að sitja und­ir póli­tísk­um áróðri í sunnu­dags­mess­um“