Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
EyjanFramsóknarflokkurinn birtir á bæði Facebook-síðu sinni og síðu sinni á Instagram brot úr um 40 mínútna löngu myndbandi, sem er í heild sinni á Youtube-síðu flokksins. Myndbandið ber titilinn Eldhússpjall með Sigurði Inga. Í brotinu sem flokkurinn gerir á þennan hátt sérstaklega hátt undir höfði gagnrýnir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins harðlega framgöngu Sjálfstæðisflokksins í Lesa meira
Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
EyjanBaráttan fyrir hvalveiðibanni hefur verið ofarlega á stefnuskrá Vinstri grænna um langa hríð og er það því sorgleg staðreynd að ekki hefur verið veitt meira af stórhveli, langreyði, síðustu áratugi, en einmitt síðustu 7 árin í stjórnar- og forsætisráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur/Vinstri grænna. Vinstri grænir hafa nú í 3 ár haft tækifæri til að standa við Lesa meira
Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna
EyjanMenn voru farnir að halda að Sósíalistaflokkur Íslands ætlaði að sýna þau klókindi að tefla Gunnari Smára Egilssyni ekki fram í framboð að þessu sinni og treysta alfarið á getu hinnar vinsælu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur til að draga fylgi að flokknum. En á síðustu stundu gat Gunnar Smári ekki haldið aftur af löngun sinni til Lesa meira
Jódís vill fyrsta sætið í Norðausturkjördæmi – Stefnir í slag við Bjarkey
FréttirJódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, vill leiða listann í komandi alþingiskosningum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er núverandi oddviti listans. „Kæru vinir, ég sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Ég tók sæti á þingi eftir kosningarnar 2021 og hef unnið ötullega að mikilvægum málefnum síðan, ekki síst fyrir landsbyggðina,“ segir Jódís í færslu á samfélagsmiðlum. Lesa meira
Orðið á götunni: Svandís málar sig og flokkinn út í horn – afleikur aldarinnar
EyjanOrðið á götunni er að eftir að hafa stýrt Vinstri grænum í rúma viku sem formaður hafi Svandís Svavarsdóttir afrekað það að mála sig og flokkinn út í horn í íslenskum stjórnmálum. Pólitískur afleikur aldarinnar að margra mati. Svandís hóf formannsferil sinn með hótunum gagnvart samstarfsflokkunum í ríkisstjórn til sjö ára og lét setja inn Lesa meira
Jón Gunnarsson: Orkuskortur veldur tugmilljarða tjóni árlega – mun stærra mál en veiðigjöldin
EyjanStjórnmálin hafa staðið í vegi fyrir orkuframkvæmdum alveg frá hruni, það er ekki bara í tíð þessarar ríkisstjórnar sem tafir hafa verið á orkuframkvæmdum. Það er verið að rífast um nokkra milljarða til eða frá vegna veiðigjalda en ekki rætt um það tugmilljarðatjón sem verður á hverju ári vegna orkuskorts, auk áhrifa sem sá skortur Lesa meira
Orðið á götunni: Vinstri græn mælast utan þings en ætla samt að mynda nýja vinstri stjórn!
EyjanÞegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson flutti lokaræðu sína sem formaður Vinstri grænna á flokksþingi um helgina lagði hann áherslu á að flokkurinn ætti að beita sér fyrir því að mynda nýja vinstri stjórn frá miðju og til vinstri. Hann fór ekki dult með þessa skoðun og notaði tækifærið til að skjóta mörgum föstum skotum á samstarfsflokkana Lesa meira
Orðið á götunni- Fréttabréf Þórðar Snæs til marks um takmarkaða pólitíska eftirspurn
EyjanÞórður Snær Júlíusson, fyrrum ritstjóri Heimildarinnar, tilkynnti í vikunni að hann hygðist skrifa fréttabréf og birta vikulega. Fyrsta slíka bréfið birtist nú í morgunsárið og þar tekur Þórður Snær upp þráðinn í samfélagsrýni með sinni hefðbundnu pólitísku slagsíðu. Um leið hófst pískur um að útgáfa fréttabréfsins sé til marks um það að áhugaverðari tilboð um Lesa meira
Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður
EyjanFastir pennarStjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor á Bifröst, segist alveg geta séð fyrir sér að Vinstri Græn taki upp harða vinstri stefnu og nái vopnum sínum. Hann telur ekki hægt að lesa neitt sérstakt út úr fylgistapi Framsóknar að undanförnu en að fylgið sem sópaðist að honum í síðustu kosningum sé að fara Lesa meira
Orðið á götunni: Vinstri stjórn Katrínar og Bjarna dauð – verður næsta stjórn skipuð Samfylkingu, Miðflokki og Viðreisn?
EyjanEkki er lengur um að villast. Vinstri stjórn Katrínar og Bjarna Ben er endanlega dauð eftir að nýjustu skoðanakannanir birtust. Samkvæmt Gallup frá því á föstudag yrði fjöldi þingmanna núverandi stjórnarflokka einungis 15 ef kosið yrði núna, en voru 38 þegar lagt var upp á dauðagöngu sem yfirstandandi kjörtímabil hefur verið fyrir stjórnarflokkana. Orðið á Lesa meira