fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Naglaskömm

Eyjan
Laugardaginn 11. nóvember 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna kona mín keypti fjögur nagladekk undir bílinn á dögunum enda sér hún um slík verk á heimilinu. Ég vinn úti á landi einn dag í viku og henni fannst öruggast að ég væri á nöglum í þeim ferðum. Þetta höfum við alltaf gert og farið óhrædd út á flughálan Krýsuvíkurveginn eða illa færa Holtavörðuheiði.

Daginn eftir dekkjaskiptin keyrði ég á bílnum nokkra stund og hlustaði á stöðugan áróður gegn nagladekkjum í útvarpinu. Viðtal var í fréttum við sérfræðing í loftslagsmálum og annan í vegaframkvæmdum. Þeir voru sammála að nagladekk bæði eyðilegðu vegi og spilltu loftgæðum. Dekkjaframleiðendur auglýstu stöðugt alls konar vetrardekk og harðkornadekk sem kæmu í stað hinna varasömu nagladekkja. Einhver maður kom og vitnaði um alls konar boð sem væru í gildi gegn þessum dekkjum í Paradís norðursins, Noregi. Dagur borgarstjóri sagði nagladekkin mikinn skaðvald á götum Reykjavíkur. Svo bætti hann því við um Borgarlínuna að hún mundi gera bíldekk óþörf.

Eftir þennan dag leið mér illa andlega enda var allt svifrykið í andrúmsloftinu og óeðlilegt slit á vegum mér að kenna. Mér varð hugsað til lungnaveikra sem næðu ekki andanum vegna þess að ég væri á nagladekkjum. Alvarleg naglaskömm heltók huga minn enda var ég mesti umhverfissóði borgarinnar á nýju dekkjunum.

Þrátt fyrir allan þennan öfluga áróður eru liðlega helmingur borgarbúa á hinum hötuðu nagladekkjum. Þeir vita að allra veðra er von og enginn vill vera maðurinn á „illa búnum bíl“ sem stöðvaði alla umferð í Ártúnsbrekkunni eða Þrengslum. Ég er smám saman að sættast við nagladekkin og hugsa stundum til Egils afa míns Skallagrímssonar sem sagði: “Betri er nagli í dekki en náttborð á bæklunardeild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Óhófsandi og skattasýki

Björn Jón skrifar: Óhófsandi og skattasýki
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Öfundina má yfirvinna

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Öfundina má yfirvinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Loksins kom skjaldborgin – skjaldborg heimilanna um fyrirtæki auðmanna

Svarthöfði skrifar: Loksins kom skjaldborgin – skjaldborg heimilanna um fyrirtæki auðmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Landslag hjartans

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Landslag hjartans
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Afmæli öldungs

Svarthöfði skrifar: Afmæli öldungs
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Út úr heimsósómanum

Steinunn Ólína skrifar: Út úr heimsósómanum
EyjanFastir pennar
28.10.2023

Óttar Guðmundsson skrifar: Sr. Friðrik

Óttar Guðmundsson skrifar: Sr. Friðrik
EyjanFastir pennar
26.10.2023

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hverjir taka mark á hagfræðingum?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hverjir taka mark á hagfræðingum?