fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Trump er brjálaður út í samflokksmann sinn – Segir hann svikara og meðalmann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 06:45

Donald Trump og Ron DeSantis. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, sagði á mánudaginn að hann muni koma með „stórfréttir“ á þriðjudag í næstu viku. Flestir telja að hann ætli þá að tilkynna að hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins 2024. En á skömmum tíma hefur margt breyst því úrslit þingkosninganna á þriðjudaginn voru mikill ósigur fyrir Trump og hans fólk og telja margir að staða Trump hafi veikst mikið vegna þess.

Einn af þeim sem hefur verið nefndur sem hugsanlegur andstæðingur Trump í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins er Ron DeSantis ríkisstjóri í Flórída. Hann sigraði með yfirburðum í ríkisstjórakjörinu á þriðjudaginn og virðist njóta mikilla vinsælda. Á sama tíma töpuðu margir þeirra frambjóðenda, sem Trump studdi, í sínum kjördæmum.

DeSantis hefur ekki sagt neitt um hvort hann hyggst bjóða sig fram til forseta.

Þetta fer fyrir brjóstið á Trump sem virðist óttast hann. Hefur Trump látið þung orð falla í garð DeSantis síðustu daga. Í færslu á Truth Social, sem er samfélagsmiðill í eigu Trump, segir hann DeSantis vera meðalmann með góð sambönd við fjölmiðla.

Það virðist vera eitt svar, sem DeSantis kom með, sem hefur reitt Trump til reiði. „Falsfjölmiðlarnir spyrja hann hvort hann muni bjóða sig fram ef Trump forseti býður sig fram og hann segir: „Ég einbeiti mér bara að ríkisstjórakosningunum, ég horfi ekki inn í framtíðina.“ Þegar kemur að hollustu og stíl þá er þetta ekki rétta svarið,“ skrifaði Trump.

Hann eignaði sér síðan heiðurinn af hluta af pólitískum árangri DeSantis. Hann sagði að DeSantis hafi komið til sín 2017 og beðið um stuðning hans. „Þegar ég veitti honum stuðning minn þá var það, svo ég noti slæmt orðaval, eins og atómsprengja hefði sprungið. Ég kom einnig böndum á kosningaherferð hans sem hafði hrunið gjörsamlega til grunna,“ skrifaði forsetinn fyrrverandi.

Trump uppnefndi DeSantis á kosningafundi nýlega og notaði uppnefnið DeSanctimonious um hann en það má þýða sem skinheilagur.  Hann notaði það þó aðeins einu sinni því fundargestir voru lítt hrifnir af þessu.

Trump hefur einnig haft í hótunum við DeSantis og rétt áður en kjörstaðir voru opnaðir á þriðjudaginn sagðist hann vita meira um DeSantis en nokkur annar, nema kannski eiginkona hans, og að hann gæti skaðað hann mikið ef hann skýrði frá þessari vitneskju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun