fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Umhverfisráðherra hugnast vinstri stjórn til að hægt sé að ná árangri í umhverfismálum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 07:59

Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG, segir að vinstri stjórn sé besti kosturinn til að hægt sé að ná árangri í umhverfisvernd. Hann segir að mikla losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi megi rekja til stóriðju og stórra atvinnugreina.

Guðmundur ræddi þetta í Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi. Hann sagði ljóst að hann hafi mætt andstöðu innan ríkisstjórnarflokkanna og víðar með frumvarp sitt um stofnun hálendisþjóðgarðs en það fékk ekki afgreiðslu áður en þingið lauk störfum. Frumvarpið var lagt fram í nóvember. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun hálendisþjóðgarðs.

Hann sagði að hugsanlega hefði málið þurft að koma fyrr fram en málið sé mjög þungt. Hann sagðist sannfærður um að hægt sé að ná meiri sátt um það. Málið sé stórt fyrir VG en einnig fyrir Ísland. „Það skiptir ekki bara Ísland máli að koma hér fram með eitt helsta framlag okkar til náttúruverndar í heiminum,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvort það sé ekki ljóst, í ljósi andstöðu innan ríkisstjórnarflokkanna, að það þurfi öðruvísi samsetta ríkisstjórn til að koma frumvarpi um hálendisþjóðgarð í gegnum þingið sagðist hann ekki vilja segja til um það. „Við bara leggjum fram okkar stefnumál í Vg fyrir kosningar og svo á borðið eftir kosningar hvað við leggjum áherslu á í stjórnarsamstarfi ef við fáum tækifæri til þess, og hálendisþjóðgarður er eitt af því sem við munum að sjálfsögðu leggja þar á borðið,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvort betra sé fyrir umhverfismál að mynda vinstri stjórn með VG sagði hann að auðvitað vilji vinstri menn alltaf vera í vinstri stjórn, þá náist meiri árangur í þeim málum sem áhersla er lögð á, þar með talin loftslagsmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt