fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Mikið af nýjum íbúðum sem flokkast sem sértæk úrræði koma á markaðinn á árinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 08:59

Byggingaiðnðurinn glímir við skort á starfsfólki. mynd/Arnþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessu ári má reikna með að 600 íbúðir, sem teljast til sértækra aðgerða á húsnæðismarkaði, komi inn á markaðinn. Þetta er um þriðjungur þeirra íbúða sem reikna má með að verði í boði á árinu. Þetta kemur fram í talningu sem GAMMA gerði síðasta sumar.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðingi hjá Landsbankanum, að aðgerðir stjórnvalda til aðstoðar þeim sem eru að kaupa í fyrsta sinn auk vaxtalækkana hafi auðveldað kaup á íbúð. Því sé óvíst hver eftirspurnin er og verður eftir leiguhúsnæði.

Með sértækum úrræðum er átt við félagslegar íbúðir, stúdentaíbúðir, íbúðir á vegum leigufélagsins Bjargs og íbúðir í átaksverkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.

Samkvæmt talningunni þá teljast um 63% íbúða, sem framkvæmdir hófust við í Reykjavík á tólf mánaða tímabili fyrir talninguna, til sértækra úrræða.

Una benti á að spenna á fasteignamarkaði geti aukist á nýjan leik þegar ferðamenn byrja aftur að streyma til landsins. „Þá verður mikilvægt að hafa valkost fyrir tekjulægri hópa sem kjósa að vera á leigumarkaði,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt