fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Þórhildur Sunna: „You belong here, Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀, Wasz Dom jest tutaj, Dito ang bahay nyo“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum sem fram fara nú á Alþingi.

Hún skaut bæði á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra:

„Svo lítils virði er framlag hjúkrunarfræðinga í huga ráðherrans, að gerðardómur þarf nú í annað sinn að ákvarða laun þeirra. Vegna þess að í huga mannsins, sem er með næstum fjórföld meðallaun hjúkrunarfræðings, eru sanngjarnar kröfur þeirra um launahækkun út úr öllu korti, og eins víst að samfélagið fari á hliðina, ef gengið verður að þeim.

Og þetta frá manni sem fékk rúman hundrað þúsund kall í launahækkun á einu bretti, aðeins minni en helsta samverkakona hans í þessari ríkisstjórn, hæstvirtur forsætis- og jafnréttismálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Árið 2018 sagði þessi sami maður nákvæmlega sama hlutinn um kröfur ljósmæðra sem einnig hafa endað í gerðardómi tvisvar í röð. Hann gekk reyndar svo langt að neita að greiða þeim laun fyrir þá vinnu sem þær unnu í verkfallinu.“

Þórhildur lagði sérstaka áherslu á jaðarhópa í ræðu sinni. Hún sagði að valdhafar settu þau út í kuldann, en að það gæti breyst, valdaklíkan væri lítil á meðan að almenningur væri stór. Hún endaði ræðu sína á því að bjóða innflytjendur, flóttamenn og hælisleitendur velkomna á nokkrum mismunandi tungumálum, ensku, taílensku, pólsku og filippseysku (Tagalog)

„You belong here

Bāh̄̒n khuṇ xyū̀ thī̀ nī̀

Wasz Dom jest tutaj

Dito ang bahay nyo

Eða á Íslensku – Þið eigið heima hér. Því við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag, þar sem allir sitja við sama borð þar sem ólíkur uppruni okkar auðgar heildina.“

[videopress CVVKTEad]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri