Föstudagur 22.nóvember 2019
Eyjan

Þingið þegar komið langt á eftir áætlun – „Það vakna pólitískar spurningar”

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. október 2019 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það vakna pólitískar spurningar um hvort þetta geti verið út af ósætti innan ríkisstjórnarinnar eða hvort málin stoppi í þingflokkunum. Eða hvort vinnubrögðin séu einfaldlega svona léleg,“

segir Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar við Fréttablaðið í dag, í tilefni þess að í septembermánuði lögðu ríkisstjórnarflokkarnir aðeins fram 11 af 29 málum sínum samkvæmt þingmálaskrá og nú í október hafa aðeins fimm af 49 málum verið lögð fram sem boðuð hafa verið. Þá hafa tvö stjórnarmál verið lögð fram sem ekki voru á þingmálaskrá.

Oddný segir þetta vera áhyggjuefni þegar svo skammt er liðið frá því að þingið hófst og þingmálaskrá var lögð fram:

„Það er talað um bætta áætlanagerð, aukið gagnsæi og meiri skilvirkni þingsins. Það hefst ekki með svona vinnubrögðum.“

Rætist úr þessu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir engar skýringar hafa á seinaganginum:

„Við erum að fara hægar af stað en ég hefði viljað enda stefna ríkisstjórnarinnar að jafna álagið yfir þingveturinn. Það er þó að rætast úr þessu. Töluvert af málum var afgreitt úr ríkisstjórn á föstudag og von er á fleirum í vikunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vigdís sakar Samfylkinguna um spillingu – „Þessi tengsl eru afar afhjúpandi“

Vigdís sakar Samfylkinguna um spillingu – „Þessi tengsl eru afar afhjúpandi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór fer fyrir spillingarrannsókn gegn mútum og peningaþvætti í kjölfar Samherjamálsins

Kristján Þór fer fyrir spillingarrannsókn gegn mútum og peningaþvætti í kjölfar Samherjamálsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjóri bölvar Mogganum og segir Eyþór tvísaga: „Stendur Eyþór ennþá í skuld við Samherja ?“

Borgarstjóri bölvar Mogganum og segir Eyþór tvísaga: „Stendur Eyþór ennþá í skuld við Samherja ?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregðast við Samherjamálinu vegna „hugsanlegs orðsporshnekkis“

Sjáðu hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregðast við Samherjamálinu vegna „hugsanlegs orðsporshnekkis“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samherjaskjölin: Telur sig vita af hverju Jóhannes uppljóstrari var rekinn frá Samherja

Samherjaskjölin: Telur sig vita af hverju Jóhannes uppljóstrari var rekinn frá Samherja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilja lækka greiðslubyrði námslána og afnema ábyrgðarmannakerfið

Vilja lækka greiðslubyrði námslána og afnema ábyrgðarmannakerfið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sósíalistar um Samherjamálið: „Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp“

Sósíalistar um Samherjamálið: „Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp“