fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kallar eftir uppsögnum hjá „tilteknum“ stjórnendum Seðlabankans

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. janúar 2019 10:37

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja, segir að álit umboðsmanns Alþingis um stjórnsýslu Seðlabankans sé stórmerkilegt og kalli á afsögn „tiltekinna“ stjórnenda bankans. Í  álitinu kom meðal annars fram að svar Seðlabankans til forstjóra Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar, vegna ákvörðunar um afturköllun stjórnvaldssektar bankans til Þorsteins, hafi ekki verið eftir laganna reglum.

Einnig kemur fram að forsvarsmenn bankans hafi leynt gögnum frá umboðsmanni Alþingis og veltir Arna því fyrir sér hvort bankaráð Seðlabankans hafi einnig verið leynt upplýsingum, sem hafi leitt til tafa í málinu.

Dregur Arna saman svörtustu punktana úr skýrslunni að sínu mati og segir:

„Ég verð að viðurkenna að þegar ég horfi á framangreinda punkta klóra ég mér í hausnum yfir því að tilteknir stjórnendur seðlabankans (1) sjái ekki ástæðu til að segja starfi sínu lausu og axla þannig ábyrgð, eða (2) eftirlitsaðilar sjá ekki ástæðu til að láta tiltekna stjórnendur axla ábyrgð með því að víkja. Ég minni líka á að bankinn hefur í tugum tilvika lagt á stjórnvaldssektir eða gert sáttir. Í öðrum tilvikum hafa aðilar þurft að “sitja á sakamannabekk” í mörg ár og sitja uppi með tilheyrandi lögmannskostnað. Þessir aðilar hljóta að spyrja sig eins og Indriði: “Á ég að gera það”?“

Helstu niðurstöður álits umboðsmanns Alþingis að mati Örnu eru eftirfarandi:

 

  • Forsvarsmenn seðlabankans leyndu umboðsmann Alþingis mikilvægum gögnum sem komu í veg fyrir að hann gæti rækt eftirlitshlutverk sitt sem skyldi. Þetta var gert í nóvember 2015. Má velta upp hvort stjórnendurnir hafi gert slíkt hið sama gagnvart bankaráði og þannig komið í veg fyrir að bankaráð gripi inn í fyrr.

 

  • Forsvarsmenn seðlabankans hundsuðu athugasemdir ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild væri til vegna allra reglna sem bankinn hafði sett á grundvelli sérstakt bráðabirgðaákvæðis við gjaldeyrislögin. Þessar upplýsingar fékk bankinn vorið 2014.

 

  • Forsvarsmenn seðlabankans vísa í eldra álit umboðsmanns sem og lög, máli sínu til stuðnings, en fóru með rangt mál. Á engan hátt var hægt að draga þær ályktanir sem stjórnendur bankans gerðu. Má velta upp hvort svör ráðherra í Alþingi um starfsemi gjaldeyriseftirlitsins, bæði fyrr og nú á fimmtudag hafi verið sannleikanum samkvæm. Ráðherra hefur væntanlega leitað til seðlabankans við vinnslu svaranna og treyst því að þær upplýsingar sem hann fékk þaðan væru réttur.

 

  • Umboðsmaður Alþingis sá ástæðu til að minna forsvarsmenn seðlabankans á að í jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar fælist ekki að ef bankinn hefði brotið gegn einum aðila ætti hann að halda áfram og brjóta gegn öllum öðrum. Út á það gengi jafnræðisreglan ekki.

 

  • Umboðsmaður Alþingis sá jafnframt ástæðu til að minna forsvarsmenn seðlabankans á að það kæmi í þeirra hlut að tryggja að fullnægjandi lagastoð væri fyrir hendi áður en bankinn réðist til atlögu. Bankinn ætti ekki varpað þeirri ábyrgð á aðra.

 

  • Umboðsmaður Alþingis sá einnig ástæðu til að minna forsvarsmenn seðlabankans á að meðalhófsreglan og rétt stjórnsýsla felur í sér að skýra vafa borgurum í hag og fella mál niður ef vafi er á um fullnægjandi lagastoð. Benti umboðsmaður á að sérstakur saksóknari hefði fellt niður fjölda kæra frá seðlabankanum og dregið til baka ákærur. Slíkt samræmdist góðum stjórnsýsluháttum.

 

  • Þá margítrekaði umboðsmaður Alþingis að hann hefði fyrst viðrað þá skoðun sína að fullnægjandi lagastoð fyrir refsikenndum viðurlögum væri umdeilanleg árið 2011. Hann steig ekki fastar til jarðar þar sem forsvarsmenn seðlabankans kváðust ekki hafa stofnað nein stjórnsýslumál. Í ljósi þess og að til stóð að færa ákvæði reglnanna inn í lögin, lét hann staðar numið. Eftir þessi samskipti fór bankinn í húsleit hjá Samherja.

 

  • Að lokum minnti umboðsmaður Alþingis bankaráð á hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að bankinn starfaði í samræmi við lög og reglur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt