Mánudagur 09.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Samherji

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna – „Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannafé“

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Miðað við gangverð á leigukvóta er verðmæti aflaheimilda sem úthlutað var fiskveiðiárið 2019-2020 um 76.747 milljónir króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 verður innheimt fyrir þessar veiðiheimildir 4.850 milljónir króna, eða 6,3% af raunvirði þeirra. Mismunurinn, 71.624 m.kr. verða gefnar útgerðarmönnum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaforingi, sem skrifar um hlut stórútgerðarinnar af veiðigjöldunum. Lesa meira

Helgi hæðist að Björgólfi og Samherja sem sakaði hann um lygar -„Ykkur virðist ekki auðlesið internetið“

Helgi hæðist að Björgólfi og Samherja sem sakaði hann um lygar -„Ykkur virðist ekki auðlesið internetið“

Eyjan
Fyrir 1 viku

„Í morgun fullyrti Helgi Seljan í morgunútvarpi Rásar 2 að yfir „þúsund störf“ hefðu tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Engar frekari skýringar fylgdu þessari fullyrðingu Helga. Það kemur kannski ekki á óvart því um gróf ósannindi er að ræða.“ Svo hefst yfirlýsing sem birtist á vef Samherja í kvöld. Þar er Lesa meira

Þorsteinn Már er ennþá forstjóri samkvæmt Samherja

Þorsteinn Már er ennþá forstjóri samkvæmt Samherja

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar sem forstjóri Samherja í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna. Tók Björgólfur Jóhannsson við tímabundið meðan málið yrði rannsakað af lögfræðistofunni Wikborg Rein. Samkvæmt heimasíðu Samherja er Þorsteinn Már hinsvegar ennþá titlaður forstjóri fyrirtækisins, samkvæmt lista yfir starfsmenn fyrirtækisins. Nafn Björgólfs er þar hvergi að finna. Eflaust á aðeins eftir að uppfæra Lesa meira

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja stígur fram –„Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum“

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja stígur fram –„Ég fylgdist ekki með einstaka greiðslum“

Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég var búinn að vinna svo lengi með þessu fólki og ég á bara svo erfitt með að trúa þessu,“ segir Sigursteinn Ingvarsson, sem var fjármálastjóri Samherja í 14 ár, þangað til að hann hætti árið 2016, við Stundina. Samkvæmt Samherjaskjölunum hafði Sigursteinn réttindi til að millifæra og hafa umsjón með bankareikningi félags Samherja á Lesa meira

Björn bregst ókvæða við gagnrýninni – Sakar fréttamenn RÚV um dulin markmið og líkir Samherjamálinu við barnaníðsklúður

Björn bregst ókvæða við gagnrýninni – Sakar fréttamenn RÚV um dulin markmið og líkir Samherjamálinu við barnaníðsklúður

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í Samherjamálinu. Nefndi hann í pistli sínum eftir að málið kom upp, að Kveikur og Stundin hefðu gert „atlögu“ að Samherja, en mörgum þótti Björn taka upp hanskann fyrir Þorstein Má og Samherja að ósekju. Björn gagnrýnir gagnrýnina og minnist sérstaklega á skrif Sif Lesa meira

Fyrrverandi Samherjamaður stígur fram: „Hef gerst sekur um mútugreiðslur“ – Segir Jóhannes skíthæl og Akureyringa meðvirka

Fyrrverandi Samherjamaður stígur fram: „Hef gerst sekur um mútugreiðslur“ – Segir Jóhannes skíthæl og Akureyringa meðvirka

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Guðmundsson er fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri sem og fyrrverandi starfsmaður Samherja Hann er búsettur í Sambíu, sem er landlukt nágrannaríki Namibíu til norð-austurs. Hann lýsir því í kjölfar Samherjamálsins hvernig heilt samfélag á Akureyri hafi gerst meðvirkt með fyrirtækinu, en Sigurður er nú staddur fyrir norðan. Hann lýsir því hvernig Samherjamálið hefur haft áhrif Lesa meira

Oddný hneyksluð og telur Kristján Þór vanhæfan – „Leit það ekki alltaf illa út?“

Oddný hneyksluð og telur Kristján Þór vanhæfan – „Leit það ekki alltaf illa út?“

Eyjan
Fyrir 2 vikum

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ósátt við svör forsætisráðherra varðandi hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, vegna Samherjamálsins í Kastljósinu í vikunni, þar sem Katrín sat fyrir svörum: „Hún sagði okkur að á Íslandi þekktu allir alla og svona. Því væri svo flókið að ræða samband sjávarútvegsráðherra og fyrrum stjórnarformanns Samherja við forstjóra Samherja. Þeir Lesa meira

Eyþór – „Það er enginn með mig í vasanum”

Eyþór – „Það er enginn með mig í vasanum”

Eyjan
Fyrir 2 vikum

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur verið gagnrýnin á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vegna tengsla hans við Samherja er varðar eignarhlut hans í Morgunblaðinu. Hefur hún áður sakað Eyþór um lygar vegna málsins og segir hann nú vera margsaga og hefur borgarstjóri tekið undir orð hennar. Þau ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni Lesa meira

Svona slapp Samherji við kastljós skattayfirvalda

Svona slapp Samherji við kastljós skattayfirvalda

Eyjan
Fyrir 2 vikum

Samkvæmt samningi um alþjóðleg skattalög sem Ísland er aðili að, þurfa stórfyrirtæki með yfir 750 milljóna evra heildartekjur á ári, að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um fjármál sín í öllum þeim löndum sem þau starfa, í ítarlegri skýrslu. Til dæmis um fjárhæð hagnaðar fyrir tekjuskatt, tekjuskattsgreiðslur í öllum löndum sem fyrirtækið starfar í, skráð hlutabréf Lesa meira

Siðfræðingur um Kristján Þór: „Ekkert annað að gera en að fjarlægja sig frá þessu hlutverki”

Siðfræðingur um Kristján Þór: „Ekkert annað að gera en að fjarlægja sig frá þessu hlutverki”

Eyjan
Fyrir 2 vikum

Siðfræðingurinn Henry Alexander Henrysson sagði í Kastljósi í gær að þar sem trúverðuleiki Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútegsráðherra, hefði beðið hnekki í Samherjamálinu, þyrfti hann að stíga frá til að efla traust: „Mér finnst sjávarútvegsráðherra ekki hafa náð að svara þeim spurningum sem beint hefur verið til hans nú í umræðunni. Hefur trúverðugleiki hans borið hnekki? Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af