fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Einn látinn og sjö slasaðir eftir að cybertruck frá Teslu sprakk fyrir utan Trump hótelið í Las Vegas

Pressan
Miðvikudaginn 1. janúar 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúxusrafbíll frá Teslu, svokallaður Cybertruck, sprakk fyrir utan Trump Tower-hótelið í Las Vegas í dag. Einn lést í sprengingunni, ökumaður bifreiðarinnar, og sjö aðrir hlutu minniháttar áverka.

„Það er einn látinn einstaklingur í Cybertruck-bifreiðinni og ég veit ekki hvort það er karl eða kona,“ sagði fógetinn Kevin McMahill á blaðamannafundi í dag.

„Sem stendur erum við að rannsaka fjölda ábendinga og ég er ekki tilbúinn að opinbera nokkuð af þeim upplýsingum enn sem komið er. Ég get sagt að það eru sjö þolendur sem hlutu áverka í sprengingunni,“ sagði McMahill og bætti við að áverkarnir væru minni háttar.

Ekki er vitað hvers vegna bifreiðin sprakk en fógetinn tók fram að hann sé meðvitaður um hryðjuverkaárás sem átti sér stað í New Orleans í nótt þar sem tíu létu lífið eftir að karlmaður ók pallbíl á ofsahraða í gegnum hóp vegfarenda sem voru að fagna nýju ári. McMahill segir að tímasetningin sé því grunsamleg.

Cybertruck-bifreiðin var nýskráð á liðnu ári. Henni var ekið upp að inngangi hótelsins og fljótlega fór reykur að berast úr bifreiðinni. Ekki leið á löngu þar til bifreiðin sprakk.

Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember og tekur við embætti eftir tæpar þrjár vikur. Hans nánasti samstarfsmaður undanfarna mánuði er auðkýfingurinn Elon Musk, eigandi Tesla. Þessi tengsl þykja benda til þess að sprengingin hafi ekki verið óhappatilvik.

Yfirvöld rannsaka sprenginguna sem meint hryðjuverk þar til og ef annað kemur í ljós.

Musk sagði á samfélagsmiðli sínum X að teymi frá Teslu sé komið í málið og lofar auðkýfingurinn að birta frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.

„Við höfum aldrei séð nokkuð í líkingu við þetta.“

Trump hótelið birti yfirlýsingu í dag og gáfu til kynna að um óhapp væri að ræða sem mætti rekja til rafhlöðu í bifreiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld