fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Aldrei hefur verið meira um ólífuolíu svik í ESB eins og nú

Pressan
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta ársfjórðungi ársins var met slegið hvað varðar fjölda mála þar sem matarolía var ranglega sögð vera ólífuolía og þar af leiðandi ranglega merkt.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að verðbólguþrýstingur hafi ýtt undir sölu á olíu sem er ranglega merkt.

Verð á ólífuolíu hefur rúmlega tvöfaldast frá 2018 vegna uppskerubrests af völdum öfgaveðurs af völdum loftslagsbreytinganna og annarra þátta.

Samhliða hækkandi verði hefur orðið mikil aukning í svikum tengdum sölu á ólífuolíu innan ESB. Meðal málanna er að olía er ranglega merkt, hugsanlega ekki ólífuolía eða menguð olía.

Á fyrsta ársfjórðungi 2018 var tilkynnt um 15 slík mál innan ESB en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru málin 50.

Rétt er að hafa í huga að þetta eru bara mál sem hafa verið tilkynnt af aðildarríkjunum til ESB. Tölurnar ná yfir mál innan einstakra aðildarríkja og leiða má líkum að því að málin séu miklu fleiri.

Meðal þess sem tilkynnt var um er að olía var menguð með óleyfilegum efnum eins og skordýraeitri, jarðolíu og í einu tilfelli fundust glerbrot í olíu.

Mörg mál snerust um að Extra Virgin olía hafði verið þynnt með olíu sem er ódýrari og lélegri að gæðum. Einnig voru dæmi um að Virgin olía hafi verið merkt sem Extra Virgin olía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli